Hamilton: Mest spennandi hringur ársins Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júní 2017 16:45 Kimi Raikkonen, Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru þrír hröðustu menn dagsins. Vísir/Getty Lewis Hamilton tryggði sér sinn 66. ráspól í Formúlu 1 í dag. Hann var ósnertanlegur í dag. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var mest spennandi hringur ársins. Pressan var mikil vegna þess að við vorum að glíma við að hita upp dekkin. Ég var alls ekki viss um að einn hringur myndi duga til að ná upp hita. Ég vissi að Valtteri væri á góðum hring því ég sá hann á undan mér. Ég er alsæll,“ sagði Hamilton. „Ég er vonsvikinn með þetta, ég ætlaði mér að ná ráspól. Ég var í vandræðum með að ná hita í vinstra framdekkið. Lewis náði góðum hring, ég er vonsvikinn en þetta er annað sæti,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar á Mercedes. „Augljóslega er betra að vera þriðji en fjórði. Það er erfitt að hita upp dekkin. Sem betur fer gekk ágætlega að hita dekkin sem skilaði smá hraða en með enn meiri upphitun hefði verið hægt að fara mun hraðar,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji í dag á Ferrari bílnum. „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við fimmta sæti. Ég var að lenda í vandræðum með skiptingarnar á beina kaflanum sem er ekki gott,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag. „Niðurstaðan er ágæt, en ég er alls ekki sáttur. Að endingu var ég einn með engann til að draga mig áfram á beina kaflanum. Ætli það hafi ekki verið í besta falli hægt að ná þriðja sæti í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði í dag. „Við erum búin að vinna mikið í uppstillingu bílsins. Við snérum aftur til fyrri uppstillingar og það virðist sem það henti mér betur,“ sagði Lance Stroll sem varð áttundi á Williams bílnum. Hann var í fyrsta skipti fljótari en Felipe Massa, liðsfélagi sinn. Formúla Tengdar fréttir Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45 Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Lewis Hamilton á Mercede var lang fljótastur í tímatökunni í Bakú, hann verður á ráspól á morgun. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 24. júní 2017 14:11 Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton tryggði sér sinn 66. ráspól í Formúlu 1 í dag. Hann var ósnertanlegur í dag. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Þetta var mest spennandi hringur ársins. Pressan var mikil vegna þess að við vorum að glíma við að hita upp dekkin. Ég var alls ekki viss um að einn hringur myndi duga til að ná upp hita. Ég vissi að Valtteri væri á góðum hring því ég sá hann á undan mér. Ég er alsæll,“ sagði Hamilton. „Ég er vonsvikinn með þetta, ég ætlaði mér að ná ráspól. Ég var í vandræðum með að ná hita í vinstra framdekkið. Lewis náði góðum hring, ég er vonsvikinn en þetta er annað sæti,“ sagði Valtteri Bottas sem varð annar á Mercedes. „Augljóslega er betra að vera þriðji en fjórði. Það er erfitt að hita upp dekkin. Sem betur fer gekk ágætlega að hita dekkin sem skilaði smá hraða en með enn meiri upphitun hefði verið hægt að fara mun hraðar,“ sagði Kimi Raikkonen sem varð þriðji í dag á Ferrari bílnum. „Ég er ekkert sérstaklega sáttur við fimmta sæti. Ég var að lenda í vandræðum með skiptingarnar á beina kaflanum sem er ekki gott,“ sagði Max Verstappen sem varð fimmti í dag. „Niðurstaðan er ágæt, en ég er alls ekki sáttur. Að endingu var ég einn með engann til að draga mig áfram á beina kaflanum. Ætli það hafi ekki verið í besta falli hægt að ná þriðja sæti í dag,“ sagði Sebastian Vettel sem varð fjórði í dag. „Við erum búin að vinna mikið í uppstillingu bílsins. Við snérum aftur til fyrri uppstillingar og það virðist sem það henti mér betur,“ sagði Lance Stroll sem varð áttundi á Williams bílnum. Hann var í fyrsta skipti fljótari en Felipe Massa, liðsfélagi sinn.
Formúla Tengdar fréttir Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45 Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Lewis Hamilton á Mercede var lang fljótastur í tímatökunni í Bakú, hann verður á ráspól á morgun. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 24. júní 2017 14:11 Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Monisha Kaltenborn hætt hjá Sauber Monisha Kaltenborn hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri Sauber. Kaltenborn varð fyrsta konan til að verða liðsstjóri í Formúlu 1 árið 2012 þegar hún tók við stöðunni hjá Sauber. 21. júní 2017 22:45
Lewis Hamilton á ráspól í Aserbaídsjan Lewis Hamilton á Mercede var lang fljótastur í tímatökunni í Bakú, hann verður á ráspól á morgun. Valtteri Bottas varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen á Ferrari þriðji. 24. júní 2017 14:11
Max Verstappen fljótastur á föstudegi í Bakú Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú á sunnudag. Red Bull virðist eiga raunverulega möguleika á ráspól. 24. júní 2017 11:00