Í öðru sæti var liðið Zwift en þeir voru aðeins tæplega þremur mínútum eftir á, á tímanum 36:16:13, einnig undir gamla metinu. Liðin tvö voru mjög jöfn fram að loka metrunum. Þau höfðu fylgst að mest alla keppnina í fremstu sætum og fögnuðu úrslitunum saman þegar í mark var komið.

Í þriðja sæti í karlaflokki var liðið Team Orkan en keppnin um þriðja sætið var ekki minna spennandi en það um fyrsta, þar sem tvö lið fylgdust að og börðust um seinasta verðlaunasætið alveg fram á síðustu metra. Team Orkan kom í mark á tímanum 37:09:19 en í fjórða sæti var lið Whale Safari á 37:09:20. Keppni þessara liða, auk Team TRI, var mjög hörð og á endanum skildu aðeins tvær sekúndur þau að.
Krakkarnir í Hjólakrafti hjóluðu í mark uppúr sex í morgun, en lið hjólakrafts er skipað krökkum á aldrinum 11-18 ára. Allir krakkarnir voru í góðum gítr. Þau náðu að hjóla af sér alla storma og allir keppendur hjóluðu í mark saman ásamt fylgdarfólki sem samtals voru 110 manns.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þegar fyrstu liðin komu í mark í morgun.