Andri Ólafsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri hjá VÍS. Andri hefur starfað hjá 365 miðlum undanfarin 10 ár, nú síðast sem aðstoðarritstjóri á fréttastofu 365. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS.
Áður var hann fréttastjóri Fréttablaðsins og ritstjóri Íslands í dag. Hann er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist á dögunum.
Hjá VÍS mun Andri stýra miðlun upplýsinga til fjölmiðla og markaðsaðila. Hann mun einnig vinna náið með stjórnendum félagsins við mótun og innleiðingu samskiptastefnu og uppbyggingu fjárfestatengsla.
Til viðbótar mun Andri bera ábyrgð á framfylgd samfélagsstefnu VÍS. Hann mun hefja störf þann 3. júlí.
„VÍS er öflugasta tryggingafélag landsins og ég hlakka til að takast á við spennandi verkefni með öllu því trausta fólki sem þar starfar,“ segir Andri.
Andri Ólafsson til VÍS
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni
Viðskipti innlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent
