Bensínið í Costco blandað bætiefnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 23:25 Bensínið í Costco hefur alið af sér eldheitar umræður í íslensku samfélagi síðustu misserin. Vísir/eyþór Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið. Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið.
Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19