Ron Howard nýr leikstjóri Han Solo-myndarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 17:50 Ron Howard hlaut Óskarsverðlaun fyrir myndina A Beautiful Mind árið 2001. Vísir/Getty Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári. Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ron Howard hefur verið ráðinn leikstjóri fyrirhugaðrar Stjörnustríðs-kvikmyndar um Han Solo en leikstjórarnir sem áður höfðu verið ráðnir til verksins hættu í vikunni. Lucasfilm, framleiðslufyrirtæki George Lucas, tilkynnti um ráðningu Howard á heimasíðu Stjörnustríðskvikmyndanna í dag. „Það gleður okkur að tilkynna að Ron Howard mun leikstýra Han Solo myndinni. Við erum með æðislegt handrit, einvalalið leikara og starfsfólks og höfum einsett okkur að búa til frábæra kvikmynd. Tökur munu hefjast aftur 10. júlí,“ segir í tilkynningunni. Fyrr í vikunni hættu báðir leikstjórar kvikmyndarinnar, Phil Lord og Christopher Miller, vegna listræns ágreinings við Kathleen Kennedy, forseta Lucasfilm og framleiðanda myndarinnar um Han Solo. Howard er því ráðinn í þeirra stað. Ron Howard hefur unnið sér nokkuð margt til frægðar sem leikstjóri í Hollywood en hann hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum Willow, Apollo 13, The Da Vinci Code og A Beautiful Mind. Gert er ráð fyrir að kvikmynd Lucasfilm um Stjörnustríðs-kappann Han Solo verði frumsýnd 25. maí á næsta ári.
Tengdar fréttir Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórar Han Solo-myndar hættir Báðir leikstjórar fyrirhugaðrar kvikmyndar um Stjörnustríðshetjuna Han Solo eru hættir vegna listræns ágreinings við framleiðendur hennar. 21. júní 2017 13:46