Noel ætlar ekki að leigja bílaleigubíl að þessu sinni Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2017 13:19 Íslandsvinurinn Noel Santillan kominn til landsins og er það án efa mörgum fagnaðarefni en hann vann hug og hjörtu þjóðarinnar í fyrra, þegar hann var hér á ferð. Hann er nú staddur í Hörpu. „Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur. Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
„Nei, nú ferðast ég með rútu,“ segir Noel Santillan í samtali við Vísi. Íslandsvinurinn Noel Santillan er kominn til landsins og er það eflaust mörgum fagnaðarefni. Þessi geðþekki 29 ára New Jersey-búi vann hug og hjörtu þjóðarinnar þegar hann komst í fréttirnar í fyrra. Það var reyndar ekki af góðu, því hann villtist alla leið til Siglufjarðar en áfangastaðurinn var Reykjavík. Laugavegur nánar tiltekið en ekki Laugarvegur eins og Noel sló inn á GPS-tæki bílaleigubílsins sem hann hafði leigt sér. Noel var í Hörpu þegar Vísir ræddi við hann. Hann sagðist ekki ætla að dvelja lengi á Íslandi, aðeins í fimm daga en hann kom snemma í morgun. „Ég er hér til að komast í netsamband,“ sagði Noel. Honum þótti vænt um þegar blaðamaður sagði honum að hann hefði svikalaust unnið sér inn virðingartitilinn Íslandsvinur meðal þjóðarinnar, eftir ævintýri síðasta sumars. Ferðatilhögun Íslandsvinarins er ekki niður negld. Hann ætlar að gera vart við sig á Facebooksíðu sinni og fá tillögur um hvað hann geti gert á Íslandi á þeim fimm dögum sem hann hefur úr að spila. Noel mun komast að því að heldur hefur verið þrengt að ferðamönnum frá í fyrra, en eins og Vísir greindi frá hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka ferðir gesta um húsið auk þess sem rukkað verður fyrir klósettferðirnar sérstaklega, eða um þrjú hundruð krónur.
Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18 Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40 Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05 Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Ævintýramaðurinn Noel fékk sér kjötsúpu í hádeginu og í gær smakkaði hann hákarl og harðfisk. 2. febrúar 2016 14:18
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Noel snýr aftur til Íslands í sumar: „Ég er ekki hræddur við að villast“ Bandaríski ferðalangurinn Noel Santillan, sem vakti mikla athygli fyrir GPS-vandræði sín á síðasta ári, kemur aftur til landsins í júní. 3. febrúar 2017 23:40
Noel villtist enn og aftur Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl. 5. febrúar 2016 11:05
Ævintýri Noels komin í heimsfréttirnar BBC greinir frá hremmingum bandaríska ferðalangsins. 3. febrúar 2016 11:54