Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:15 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44
Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41