Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2017 19:59 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. Skólastjóra skólans er gefið að sök að hafa setið ofan á barni og stuðningsfulltrúa að hafa beitt fjóra drengi ofbeldi þegar þeir létu ekki að stjórn. Í fréttum okkar í gær var greint frá því að skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefði verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að hafa beitt fjóra drengi í skólanum ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur hafi málið til skoðunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn sakaður um að hafa setið ofan á einum drengnum í nokkurn tíma en hlutur starfsmannsins sem er stuðningsfulltrúi er heldur stærri. Sá á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. Um er að ræða 9 ára drengi. „Svo mikið get ég sagt að þær ávirðingar sem eru nefndar varðandi skólastjóra þær hef ég ekki geta fengið staðfestar af starfsmönnum sem voru viðstaddir. Þannig að þarna hefur mögulega upplifun verið öðruvísi hjá barni og starfsmanni,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar. Ásakanir á stuðningsfulltrúann sé heldur fleiri og alvarlegri og segir Margrét Pála að bæði hann og skólastjórinn hafi notið mikilla vinsælda meðal barna og foreldra í gegn um tíðina. „Foreldrar bara almennt í skólanum spurja sig eðlilega hefur eitthvað gerst með mitt barn og hvað hefur verið í gangi,“ segir Margrét Pála. Í Fréttablaðinu í dag steig móðir eins drengsins fram og lýsti ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. Hún lýsir því í samtali við blaðið að þegar leitað hafi verið til skólastjóra vegna ofbeldis í garð sonar hennar hafi lítið verið gert úr atvikinu. Móðirin lýsir því í samtali við blaðið hvernig sonur hennar var rifinn upp á hálsmálinu þannig að hann rak öxlina í skólaborð, hvernig hann var rifinn upp á hendinni þannig að hann marðist og hvernig hann var klipinn í framan. „Mér var kunnugt um eitt þessara tilvika sem kom upp fyrir um tveimur árum og þá veit ég að skólastjóri fór yfir það mál með bæði starfsmanni og foreldri. Samkvæmt barnaverndarlögum ber okkur að tilkynna ef atferli starfsmanns er stórlega ábótavant. Á þeim tíma var ekki talið að þetta væri stórlega ábótavant heldur var um munnlega áminningu að ræða og síðar fór sá starfsmaður reyndar og var samkomulag um það að hann hvarf til annara starfa,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála útskýrir að öll atvikin hafi komið upp í erfiðum aðstæðum. „Mínar áhyggjur er nefninlega líka að skólinn hafi mögulega gert mistök sem og hjallastefnan. Að þarna hafi verið um aðstæður að ræða sem voru of erfiðar og að skólinn hafi ekki haft bjargráð,“ segir Margrét Pála og ítrekar að málið sé tekið mjög alvarlega. „Það er ekki efi í mínum huga að ef það kemur minnsti grunur um ofbeldi gegn barni þá ber að rennsaka það og það strax,“ segir Margrét Pála.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00