Ólafía: Náði að halda mér rólegri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2017 08:35 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var áængð að loknum þriðja keppnishring á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni. Hún spilaði á fjórum höggum undir pari og er í 15.-22. sæti á tíu höggum undir pari samtals. „Ég var að slá ótrúlega vel af teig og náði að koma mér í góð færi. Ég náði líka að pútta mjög vel,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær. Hún segir það vissulega skemmtilegt að vera nálægt efstu konum þegar lokahringurinn hefst og að vera í færi á að blanda sér í baráttu um efstu sætin. „Öll reynslan af LPGA er byrjuð að skila sér og mér líður bara nokkuð vel. Ég náði að halda mér nokkuð rólegri í dag - ég þurfti bara að muna að borða og anda og fleira í þeim dúr,“ sagði hún og brosti. Ólafía sagði eftir PGA-meistaramótið um síðustu helgi að hún hefði gerð byrjendamistök þar. „Ég var ekki nógu dugleg að borða og svo var ég alveg að pissa á mig. Blóðsykurinn féll og það eru algjör byrjendamistök,“ sagði Ólafía þá. Hún missti fáein pútt í gær, þar af stutt pútt fyrir fugli á sautjándu holu eftir frábært teighögg. „Ég hefði kannski viljað vera ákveðnari í sumum púttum í dag. Ég tek því kannski nokkur pútt á æfingasvæðinu en svo ætla ég að hvíla mig.“ Ólafía hefur leik klukkan 14.39 að íslenskum tíma í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4. Golf Tengdar fréttir Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var áængð að loknum þriðja keppnishring á Thornberry Creek Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni. Hún spilaði á fjórum höggum undir pari og er í 15.-22. sæti á tíu höggum undir pari samtals. „Ég var að slá ótrúlega vel af teig og náði að koma mér í góð færi. Ég náði líka að pútta mjög vel,“ sagði Ólafía eftir hringinn í gær. Hún segir það vissulega skemmtilegt að vera nálægt efstu konum þegar lokahringurinn hefst og að vera í færi á að blanda sér í baráttu um efstu sætin. „Öll reynslan af LPGA er byrjuð að skila sér og mér líður bara nokkuð vel. Ég náði að halda mér nokkuð rólegri í dag - ég þurfti bara að muna að borða og anda og fleira í þeim dúr,“ sagði hún og brosti. Ólafía sagði eftir PGA-meistaramótið um síðustu helgi að hún hefði gerð byrjendamistök þar. „Ég var ekki nógu dugleg að borða og svo var ég alveg að pissa á mig. Blóðsykurinn féll og það eru algjör byrjendamistök,“ sagði Ólafía þá. Hún missti fáein pútt í gær, þar af stutt pútt fyrir fugli á sautjándu holu eftir frábært teighögg. „Ég hefði kannski viljað vera ákveðnari í sumum púttum í dag. Ég tek því kannski nokkur pútt á æfingasvæðinu en svo ætla ég að hvíla mig.“ Ólafía hefur leik klukkan 14.39 að íslenskum tíma í dag og hefst bein útsending frá mótinu klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 4.
Golf Tengdar fréttir Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23
Ólafía í baráttu við þær bestu eftir frábæran hring Spilaði á 68 höggum á þriðja keppnisdegi og er á tíu höggum undir pari samtals. 8. júlí 2017 22:15