Spretthlaupararnir Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason úr FH hlupu 100 metrana á sama tíma á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Selfossi.
Hlaupararnir tveir mættust um síðustu helgi og hafði Ari Bragi betur þegar hann setti nýtt Íslandsmet og hljóp á 10,52 sekúndum á Spretthlaupsmóti FH.
Báðir komu þeir í mark á 10,89 sekúndum í dag. Kolbeinn Höður virðist þó hafa komið einhverjum sekúndubrotum á undan yfir marklínuna þar sem Frjálsíþróttasamband Íslands setur hann í fyrsta sæti.
Í þriðja sæti varð Juan Ramon Borges Bosque úr Breiðabliki á 11,20 sekúndum.
