Eina mark leiksins skoraði Hólmar Örn Rúnarsson á 47. mínútu en Hólmar er búinn að vera frábær að undanförnu eins og Keflavíkurliðið allt sem komst á toppinn með sigrinum. Fylkir getur þó endurheimt toppsætið á morgun.
Þetta var fyrsti leikur Framliðsins undir stjórn Portúgalans Pedro Hipólító sem tók við því í vikunni eftir að Ásmundur Arnarsson var rekinn. Nýi maðurinn þurfti að horfa upp á tap í fyrsta leik. Fram er í fimmta sæti með fimmtán stig.
Í botnbaráttunni vann HK svo sterkan heimasigur á Gróttu, 2-0, í Kórnum í Kópavogi. Bjarni Gunnarsson var maður kvöldsins en hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik, það síðara úr víti. Bjarni kominn með þrjú mörk á tímabilinu.
HK er búið að vinna tvo leiki af síðustu þremur og það eimitt á móti Gróttu og ÍR sem eru í botnbaráttunni með liðinu. Kópavogsliðið að vinna réttu leikina og spyrnti sér frá botnbaráttunni með þessum fína sigri.
Grótta er í vondum málum á botni deildarinnar með aðeins fimm stig en þetta var fimmta tap liðsins í röð. Það er aðeins búið að innbyrða eitt stig af síðustu 24 mögulegum.
Upplýsingar um markaskorara fengnar frá úrslit.net.
