Skoðaði mylluna sjálfur fyrir viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júlí 2017 14:07 Steingrímur Erlingsson við vindmyllurnar tvær í Þykkvabæ. Biokraft Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni. Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Biokraft sem rekur tvær vindmyllur í Þykkvabæ, segist rétt vera að átta sig á tíðindum af því að kviknað hafi í annarri vindmyllunni upp úr hádegi í dag. Hann segist ekki hafa hugmynd hvað valdi brunanum en sjálfur hafi hann verið upp í vindmyllunni fyrir viku. „Þetta er bara harmleikur,“ segir Steingrímur í samtali við Vísi. „Ég hef ekki hugmynd um hvað veldur þessu. Ég var sjálfur staddur í Reykjavík þegar ég frétti af þessu.“ Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð. Að neðan má sjá stutt myndband af aðstæðum í Þykkvabæ á öðrum tímanum í dag. Steingrímur fékk veður af eldinum frá vini sínum, bónda í Þykkvabæ sem hafi lýst aðstæðum fyrir honum. Góðu fréttirnar séu þær að engin hætta sé á ferðum og enginn hlotið skaða af. Vindmyllan standi á langri stálsúlu svo eldurinn berist ekki niður úr myllunni. Ekki ætti því að loga lengi í myllunni. Slökkviliðsmenn luku störfum á svæðinu um klukkan 14. Steingrímur fór upp í mylluna fyrir viku í reglulegri skoðun. „Það er ekki hægt að komast upp í vindmylluna án lykils. Þangað hefur enginn farið í rúma viku og sá seinasti sem fór upp í hana var ég,“ segir Steingrímur. Hlutir geti bilað og það gildi um vindmyllur eins og aðra hluti. Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn í Þykkvabæ í dag.Vísir/Fannar Freyr Magnússon „Sá hlutur sem ekki getur bilað hefur ekki enn verið framleiddur í heiminum,“ segir Steingrímur. Vafalaust sé fjárhagslegt tjón af þessu en vindmyllurnar tvær séu þó tryggðar eins og lög geri ráð fyrir. Hann þekki þó ekki tryggingamálin nákvæmlega eða hvernig framhaldið verður. „Þetta verður bara lagað,“ segir Steingrímur en á meðan gengur hin vindmyllan í rokinu sem er í Þykkvabænum þessa stundina og framleiðir rafmagn. Von er á sérfræðingi til landsins í næstu viku en til stendur að skipta um stýrikerfi niðri í myllunni.
Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir Vindmylla brennur í Þykkvabæ Eldurinn kom upp í mótorhúsi vindmyllunnar. 6. júlí 2017 13:05 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira