Norska liðið Elverum vildi fá bræðurna Orra Frey og Ými Örn Gíslasyni til sín fyrir komandi tímabil.
Þeir ákváðu hins vegar að vera áfram í herbúðum Vals og hefur Orri Freyr skrifað undir nýjan samning.
Orri Freyr var valinn besti maður Íslandsmótsins síðasta vetur eftir frábært tímabil með Val. Valur varð Íslandsmeistari í vor eftir sigur á FH í úrslitaeinvíginu og komst í undanúrslit Áskorendakeppni Evrópu.
Elverum urðu norskir meistarar á síðasta tímabili. Fyrrum landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson spilaði fyrir félagið árið 2008
Elverum vildi fá Gíslasyni

Tengdar fréttir

Svona var Snorri Steinn kynntur til leiks
Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem spilandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals.

Snorri og Guðlaugur munu þjálfa Valsliðið saman
Á blaðamannafundi Vals í hádeginu var greint frá því að þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðlaugur Arnarsson verði þjálfarar karlaliðs Vals á næstu leiktíð.

Snorri Steinn og Árni Þór orðnir leikmenn Vals
Snorri Steinn Guðjónsson og Árni Þór Sigtryggsson skrifuðu nú í hádeginu undir samning við Íslands- og bikarmeistara Vals.