Erlent

Bandaríkjamenn hóta Norður-Kóreu hernaðaraðgerðum

Kjartan Kjartansson skrifar
Nikki Haley sagði Bandaríkin reiðubúin að verja sig og bandamenn sína fyrir Norður-Kóreu.
Nikki Haley sagði Bandaríkin reiðubúin að verja sig og bandamenn sína fyrir Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Tilraun Norður-Kóreumanna með langdræga eldflaug eyðir möguleikunum á diplómatískri lausn, að sögn sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar. Sagði hann Bandaríkin munu beita verulegum hernaðarmætti sínum ef nauðsyn krefði.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði um tilraunir norður-kóreskra stjórnvalda í kvöld. Þar sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, að þó að Bandaríkin væru tilbúin að beita afli kysu þau heldur að taka þá stefnu. Hótaði hún einnig frekari refsiaðgerðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Útiloka beitingu hernaðarvalds

Fulltrúi Rússlands útilokaði hernaðaraðgerðir gegn Norður-Kóreu þó að rússnesk stjórnvöld hefðu fordæmt eldflaugatilraunirnar. Kínverjar kalla eftir því að Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn hætti við heræfingar nærri Norður-Kóreu.

Bæði Rússar og Kínverjar hafa neitunarvald í öryggisráðinu.

Efnt var til neyðarfundar í öryggisráðinu eftir að Norður-Kóreumenn fullyrtu að þeir hefðu skotið á loft langdrægri eldflaug sem gæti náð til allra heimsálfa jarðar, þar á meðal til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×