Skoska stórveldið Rangers beið einn sinn versta ósigur í sögu félagsins þegar það tapaði 2-0 fyrir Progres Niederkorn frá Lúxemborg í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í gær.
Rangers vann fyrri leikinn í Skotlandi með einu marki gegn engu og var því í góðri stöðu fyrir leikinn í gær.
En áhugamennirnir í Progres Niederkorn komu öllum á óvart með því að vinna 2-0 sigur og tryggja sér þar með sæti í næstu umferð Evrópudeildarinnar.
Fyrir leikinn í gær hafði Progres Niederkorn aðeins skorað eitt mark í 13 Evrópuleikjum í sögu félagsins.
Þetta var því afar niðurlægjandi tap fyrir Rangers og spurningarmerki hafa verið sett við spænska knattspyrnustjórann Pedro Caixinha sem tók við liðinu í mars síðastliðnum. Sumir hafa kallað eftir því að hann verði hreinlega rekinn.
