Dræm sala Alfa Romeo Giulia Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 15:30 Alfa Romeo Giulia er fallegur bíll, en selt bara ekki svo vel. Fiat Chrysler hefur lengi haft uppi áform um að rífa upp Alfa Romeo merkið og einn þeirra bíla sem það áttu að gera er Alfa Romeo Giulia. Þessi annars fallegi bíll átti meðal annars að gera það gott í Bandaríkjunum og storka þar bílum eins og BMW 3, Audi A4 og Mercedes Benz C-Class. Í sem fæstum orðum hefur það ekki tekist vestanhafs og það langt í frá. Á þessu ári hefur Alfa Romeo tekist að selja 2.482 Giulia bíla á meðan Mercedes C-Class hefur selst í 35.436 eintökum þar, BMW 3 í 22.584 eintökum og Audi A4 í 15.379 eintökum. Allir þessir bílar eru af svipaðir stærð og teljast í lúxusbílaflokki. Meira að segja tókst Lexus að selja 3.311 eintök af CT200h bílnum sem ákveðið hefur verið að hætta sölu á vegna lélegrar sölu hans. Sala CT200h er þó 33% betri en Alfa Romeo Giulia.Með 2,78% markaðshlutdeild Af öðrum bílum í sama stærðarflokki sem teljast lúxusbílar seldi Acura, lúxusbílaarmur Honda 3.958 ILX bíla og Cadillac hefur selt 6.024 ATS bíla á árinu og þykir salan á þeim bíl svo dræm að líka kemur til greina að hætta framleiðslu hans. Ef sala allra þessara bíla er lögð saman sést að Alfa Romeo Giulia hefur 2,78% markaðshlutdeild í þessum C-stærðarflokki lúxusbíla í Bandaríkjunum og víst má telja að Alfa Romeo hafi ætlað honum stærra hlutverk. Ekki er hægt að segja að skortur sé á eintökum af nýjum Alfa Romeo Giulia á bílasölum sem selja nýja bíla í Bandaríkjunum því þar geta kaupendur valið á milli 2.209 nýrra Giulia bíla, en það telst til meira en 4 mánaða sölu bílsins. Víða er hann nú í boði með góðum afslætti, eða allt að 2.750 dollurum og því ef til vill gott tækifæri fyrir áhugamenn um fallega bíla að krækja sér í eintak á spottprís. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent
Fiat Chrysler hefur lengi haft uppi áform um að rífa upp Alfa Romeo merkið og einn þeirra bíla sem það áttu að gera er Alfa Romeo Giulia. Þessi annars fallegi bíll átti meðal annars að gera það gott í Bandaríkjunum og storka þar bílum eins og BMW 3, Audi A4 og Mercedes Benz C-Class. Í sem fæstum orðum hefur það ekki tekist vestanhafs og það langt í frá. Á þessu ári hefur Alfa Romeo tekist að selja 2.482 Giulia bíla á meðan Mercedes C-Class hefur selst í 35.436 eintökum þar, BMW 3 í 22.584 eintökum og Audi A4 í 15.379 eintökum. Allir þessir bílar eru af svipaðir stærð og teljast í lúxusbílaflokki. Meira að segja tókst Lexus að selja 3.311 eintök af CT200h bílnum sem ákveðið hefur verið að hætta sölu á vegna lélegrar sölu hans. Sala CT200h er þó 33% betri en Alfa Romeo Giulia.Með 2,78% markaðshlutdeild Af öðrum bílum í sama stærðarflokki sem teljast lúxusbílar seldi Acura, lúxusbílaarmur Honda 3.958 ILX bíla og Cadillac hefur selt 6.024 ATS bíla á árinu og þykir salan á þeim bíl svo dræm að líka kemur til greina að hætta framleiðslu hans. Ef sala allra þessara bíla er lögð saman sést að Alfa Romeo Giulia hefur 2,78% markaðshlutdeild í þessum C-stærðarflokki lúxusbíla í Bandaríkjunum og víst má telja að Alfa Romeo hafi ætlað honum stærra hlutverk. Ekki er hægt að segja að skortur sé á eintökum af nýjum Alfa Romeo Giulia á bílasölum sem selja nýja bíla í Bandaríkjunum því þar geta kaupendur valið á milli 2.209 nýrra Giulia bíla, en það telst til meira en 4 mánaða sölu bílsins. Víða er hann nú í boði með góðum afslætti, eða allt að 2.750 dollurum og því ef til vill gott tækifæri fyrir áhugamenn um fallega bíla að krækja sér í eintak á spottprís.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent