Meirihluti þingnefndar vill kanna stjórnsýslu vegna Reykjavíkurflugvallar Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2017 14:05 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. vísir/jóik Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun meti hvort stjórnssýslulega hafi verið rétt staðið að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar á síðasta ári og sölu lands ríkisins við flugvöllinn. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. Spurningar hafi vaknað eftir að fulltrúar í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna mætti með gögn um málið á fund nefndarinnar í mars. En þá hafi einnig fulltrúar Ísavía og Samgöngustofu komið fyrir nefndina. „Þá kom fram meðal annars að um tímabundna lokun hafi verið að ræða í júlímánuði í fyrra. Í framhaldi, eins og menn muna, var landið við suð-vesturenda nayeðarbrautarinnar selt í ágúst í fyrra. Það átti að gerast þegar búið væri að loka flugbrautinni formlega,“ segir Njáll Trausti. Málið snýst þar að leiðandi að huta til um hvort réttar forsendur hafi verið fyrir hendi þegar ríkið seldi Reykjavíkurborg hluta flugvallarlandsins. Áður en Njáll Trausti varð þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi var hann framarlega í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri sem börðust gegn lokun minnstu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem samtökin kalla yfirleitt neyðarbraut. Í gegnum árin hefur verið skrifað undir fjölda yfirlýsinga og samkomulaga milli Reykjavíkurborgar og fjölda ráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem samkvæmt skipulagi á að vera horfinn með öllu úr Vatnsmýrinni eftir sjö ár. Þá eru Valsmenn hf. byrjaðir að byggja við annan enda umræddrar flugbrautar samkvæmt skipulagi borgarinnar og Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað í málinu. Njáll Trausti segir engu að síður nauðsynlegt að skoða hvort stjórnsýsla ráðuneytis, borgar og Ísavía hafi verið eðlileg í málinu.Heldur þú að þetta breyti einhverju um það að þessi flugbraut er farin. Það er m.a. byrjað að byggja á svæðinu? „Já, það verður náttúrlega bara að koma í ljós hvernig stjórnsýslan tekur á því. Líka varðandi framhaldið og Reyljavíkurflugvöll og önnur verkefni sem ríkið á þátt í og samskipti við sveitarfélög og annað. Þá hlýtur alltaf að vera þessi frumskylda; að staðið sé rétt að málum og það er það sem við viljum fá fram. Síðan verður bara að koma í ljós varðandi Reykjavíkurflugvöll hvernig menn ætla að takast á við það ef kemur í ljós að illa hafi verið staðið að málinu. Segjum sem svo að það geti orðið niðurstaða. Þá verður stjórnsýslan bara að takast á við það,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlirlitsnefndar Alþingis hefur óskað eftir því að Ríkisendurskoðun meti hvort stjórnssýslulega hafi verið rétt staðið að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar á síðasta ári og sölu lands ríkisins við flugvöllinn. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir meirihluta nefndarinnar telja nauðsynlegt að stjórnsýsla varðandi lokun flugbrautarinnar verði skoðuð frekar. Spurningar hafi vaknað eftir að fulltrúar í öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna mætti með gögn um málið á fund nefndarinnar í mars. En þá hafi einnig fulltrúar Ísavía og Samgöngustofu komið fyrir nefndina. „Þá kom fram meðal annars að um tímabundna lokun hafi verið að ræða í júlímánuði í fyrra. Í framhaldi, eins og menn muna, var landið við suð-vesturenda nayeðarbrautarinnar selt í ágúst í fyrra. Það átti að gerast þegar búið væri að loka flugbrautinni formlega,“ segir Njáll Trausti. Málið snýst þar að leiðandi að huta til um hvort réttar forsendur hafi verið fyrir hendi þegar ríkið seldi Reykjavíkurborg hluta flugvallarlandsins. Áður en Njáll Trausti varð þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi var hann framarlega í samtökunum Hjartað í Vatnsmýri sem börðust gegn lokun minnstu flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli sem samtökin kalla yfirleitt neyðarbraut. Í gegnum árin hefur verið skrifað undir fjölda yfirlýsinga og samkomulaga milli Reykjavíkurborgar og fjölda ráðherra um framtíð Reykjavíkurflugvallar, sem samkvæmt skipulagi á að vera horfinn með öllu úr Vatnsmýrinni eftir sjö ár. Þá eru Valsmenn hf. byrjaðir að byggja við annan enda umræddrar flugbrautar samkvæmt skipulagi borgarinnar og Hæstiréttur hefur einnig úrskurðað í málinu. Njáll Trausti segir engu að síður nauðsynlegt að skoða hvort stjórnsýsla ráðuneytis, borgar og Ísavía hafi verið eðlileg í málinu.Heldur þú að þetta breyti einhverju um það að þessi flugbraut er farin. Það er m.a. byrjað að byggja á svæðinu? „Já, það verður náttúrlega bara að koma í ljós hvernig stjórnsýslan tekur á því. Líka varðandi framhaldið og Reyljavíkurflugvöll og önnur verkefni sem ríkið á þátt í og samskipti við sveitarfélög og annað. Þá hlýtur alltaf að vera þessi frumskylda; að staðið sé rétt að málum og það er það sem við viljum fá fram. Síðan verður bara að koma í ljós varðandi Reykjavíkurflugvöll hvernig menn ætla að takast á við það ef kemur í ljós að illa hafi verið staðið að málinu. Segjum sem svo að það geti orðið niðurstaða. Þá verður stjórnsýslan bara að takast á við það,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira