Marple-málið: Dómur yfir Hreiðari Má þyngdur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 14:15 Frá dómsuppkvaðningu í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur þyngdi í dag dóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni í Marple-málinu svokallaða, eftir að málið var tekið fyrir öðru sinni. Hæstiréttur hafði vísað málinu í hérað vegna vanhæfis dómara. Hreiðar Már , fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í átján mánaða fangelsi, og Skúli Þorvaldsson fjárfestir í sex mánaða fangelsi. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð í málinu. Fjórmenningarnir voru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu og grundvallaðist ákæran af þremur ætluðum brotum. Hreiðar og Guðný Arna voru aðallega ákærð fyrir milljarða króna auðgunarbrot og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá var Skúli aðallega ákærður fyrir hylmingu, en um var að ræða millifærslur Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg fyrir samtals sex milljarða króna. Þá var sömuleiðis um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefnum af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding upp á samtals 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Kaupverðið var langt yfir markaðsverði samkvæmt ákæru og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Sem fyrr segir var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015, en þar hlaut Magnús Guðmundsson þyngsta dóminn eða átján mánuði líkt og nú, Hreiðar Már og Skúli voru dæmdir í hálfs árs fangelsi og Guðný Arna sýknuð. Dómurinn var í kjölfarið ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Ásgeir sat í stjórn félagsins Gagnsæis, sem berst gegn spillingu, og var talinn vanhæfur meðal annars vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlum á Facebook og Twitter. Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur þyngdi í dag dóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni í Marple-málinu svokallaða, eftir að málið var tekið fyrir öðru sinni. Hæstiréttur hafði vísað málinu í hérað vegna vanhæfis dómara. Hreiðar Már , fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg í átján mánaða fangelsi, og Skúli Þorvaldsson fjárfestir í sex mánaða fangelsi. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var sýknuð í málinu. Fjórmenningarnir voru ýmist ákærðir fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu og grundvallaðist ákæran af þremur ætluðum brotum. Hreiðar og Guðný Arna voru aðallega ákærð fyrir milljarða króna auðgunarbrot og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Þá var Skúli aðallega ákærður fyrir hylmingu, en um var að ræða millifærslur Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg fyrir samtals sex milljarða króna. Þá var sömuleiðis um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefnum af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding upp á samtals 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Kaupverðið var langt yfir markaðsverði samkvæmt ákæru og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Sem fyrr segir var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015, en þar hlaut Magnús Guðmundsson þyngsta dóminn eða átján mánuði líkt og nú, Hreiðar Már og Skúli voru dæmdir í hálfs árs fangelsi og Guðný Arna sýknuð. Dómurinn var í kjölfarið ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar. Ásgeir sat í stjórn félagsins Gagnsæis, sem berst gegn spillingu, og var talinn vanhæfur meðal annars vegna ummæla sem hann lét falla í grein í Fréttablaðinu og vegna deilinga á samfélagsmiðlum á Facebook og Twitter.
Tengdar fréttir Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00 Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00 Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Lektor við Háskóla Íslands vanhæfur til að dæma í Marple-málinu Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október 2015 í Marple-málinu svokallaða var í dag ómerktur í Hæstarétti vegna vanhæfis sérhæfðs meðdómara í málinu, Ásgeirs Brynjars Torfasonar en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 15:00
Vanhæfismál kostar tugmilljónir króna Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í Marple-málinu var ómerktur í Hæstarétti í gær vegna vanhæfis meðdómara í málinu. Lögmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja kostnað við ómerkinguna hlaupa á tugum milljóna. Verjandi eins sakborning 24. febrúar 2017 07:00
Marple-málið: „Þungt að horfa upp á það að umbjóðandi minn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar“ Kristín Edwald, verjandi Magnúsar Guðmundssonar sem er einn af sakborningum í Marple-málinu, fagnar niðurstöðu Hæstaréttar frá því í dag en rétturinn ómerkti þá dóm Héraðsdóms Reykjavíkur vegna vanhæfis sérfróðs meðdómanda í málinu, Ásgeirs Brynjar Torfasonar, en hann er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 23. febrúar 2017 16:27