Framtíðin er mætt Finnur Thorlacius skrifar 4. júlí 2017 11:22 Svo til alveg eins í útliti og hefðbundinn Golf með brunavél. Reynsluakstur – Volkswagen e-Golf Þeim fjölgar mjög bílunum sem eingöngu ganga fyrir rafmagni og einn þeirra athygliverðasti er örugglega Volkswagen e-Golf. Flestir rafmagnsbílar hafa verið hannaðir frá upphafi sem rafmagnsbílar og Tesla bílar gott dæmi um það, sem og Nissan Leaf, Renault Zoe og BMW i3. Þó má einnig finna Kia Soul sem bæði finnst sem rafmagnsbíll og með brunavélum, líkt og Volkswagen Golf. Við smíði þeirra hefur litlu þróunarfé verið eytt í hönnun glænýs bíls, heldur er brunavél systurbíla þeirra skipt út fyrir rafmagnsdrifrás og með því sparast heilmikið, enda eru þessir bílar á fínu verði. E-Golf er ekki eini hreinræktaði rafmagnsbíllinn sem fá má frá Volkswagen hér á landi, einnig er í boði Volkswagen e-up! Sem er öllu smærri bíll. Mörgun hefur fundist hvimleitt hvað margir rafmagnsbílar eru ljótir og greinilega hannaðir í þeim tilgangi að það sjáist að þar fari rafmagnsbílar. Það á ekki við í tilfelli e-Golf, hann e jafn gullfallegur og aðrir Golf bílar sem ber tímalausa hönnun og fágun með sér. Almennt þykir Golf sérlega fagurlega hannaður bíll og greinarritari er þar á meðal. Fyrir vikið má vart greina e-Golf frá öðrum gerðum Golf bíla sem eru æði margir. Þetta telst til ótvíðræðra kosta með e-Golf.Frá reynsluakstrinum á Mallorca. Stund milli stríða.Stóraukið drægi Ný kynslóð e-Golf hefur fengið stóraukið drægi, eða 300 km uppgefið frá framleiðanda. Það drægi á þó bara við við allra bestu aðstæður og raunhæfara er að gera ráð fyrir að hann komist 200-250 km á fullri hleðslu. Þetta aukna drægi e-Golf færir bílinn nær hefðbundnum vélum með brunavélar og minnkar þá drægnishræðslu sem margir bera til rafmagnsbíla. Flestir ættu nú að komast uppí sumarbústað á e-Golf og þar er hann bara fullhlaðinn aftur og tilbúinn í næsta túr. Í flestum tilfellum hefur fólk keypt sér rafmagnsbíl sem annan eða þriðja bíl heimilisins, en nú er svo komið að e-Golf gæti dugað þeim vel sem eini bíll sem fara ekki mikið útá land í lengri ferðir. Margir fyrstu kaupendur rafmagnsbíla keyptu sinn fyrsta rafmagnsbíl með umhverfissjónarmið í huga, enda mengar hann ekki neitt. Margir hafa þó haft í huga að rekstrarkostnaður slíkra bíla er afar lítill og óhætt að gleyma því hvar bensínstöðvar landsins eru staðsettar. Þeir henta líka mjög vel hér á landi vegna lágs rafmagnsverðs og nægs rafmagns. Annað sem skiptir svo miklu máli nú er að engin vörugjöld eru af rafmagnsbílum og enginn virðisaukaskattur uppað 6 milljónum króna. Fyrir vikið eru rafmagnsbílar ansi ódýrir á Íslandi þó svo innkaupsverð þeirra sé nokkru hærra en á brunabílum. Það á fólk að nýta sér á meðan lög um slíkt gilda, því það gæti breyst, en líklega þó ekki alveg á næstunni.e-Golf í hvíld á milli spretta.Í 60 á 4 sekúndum En hvernig er að aka e-Golf? Í einu orði sagt er það frábært. Bíllinn er ferlega sprækur og lipur, svo ekki sé talað um það að aka alveg hljóðlaust, sem er upplifun útaf fyrir sig. E-Golf er 136 hestöfl og þau eru til taks frá fyrsta sekúndubroti og upptakið því magnað, enda fer hann uppí 60 km hraða á 4 sekúndum og því eins og sprækasti sportbíll. Togið er líka ansi gott í e-Golf, eða 290 Nm. Þar sem rafhlöður bílsins eru í gólfi hans er þyngdarpunkturinn lágur og það hjálpar til við góða aksturseiginleika e-Golf. Óhætt er að fullyrða að akstur e-Golf er fullt eins ánægjulegur og annarra Golf bíla með brunavél. Þó verður kannski að undanskilja kraftabílana Golf GTI og Golf R, sem eru kapituli útaf fyrir sig. Volkswagen e-Golf var ekið um daginn á frábærum vegum Miðjarðarhafseyjunnar Mallorca og þar var einnig í boði að aka Golf GTE tengitvinnbílnum. Akstur þeirra var eiginlega jafn frábær, þarna fara einfaldlega tveir frábærir bílar sem bera vitni um frábæra verkfræðilega getu Þjóðverja og Volkswagen. Undirvagn bílsins virðist afar vel stilltur og fjöðrunin því mjög skemmtileg og hæfilega stíf. Stýring bílsins er nákvæm og tilfinning fyrir vegi til fyrirmyndar.Mjög er vandað til alls í innréttingu e-Golf.Rafmagnsbílar frábær kostur Allt er bara svo fágað við bílinn að undrun sætir. Hann er svo þéttur og traustvekjandi að erfitt er að ímynda sér að hann sé búinn drifrás sem er til í miklu minna mæli en 1% bíla heimsins, líklega nær 0,1%. Rafmagnsbílar eru greinilega málið, enda dagljóst að sýn bílaframleiðenda heimsins vísar þangað. Þeir sem eiga eftir að prófa að aka rafmagnsbíl ætti að reyna hann þennan. Undrum sætir að 35,8 kWh öflugar rafhlöður bílsins bitna svo til ekkert á innanrými e-Golf og skottplássið er gott að auki. Í grunnútfærslu er e-Golf svo vel búinn að furðu sætir. Hann er með 8 tommu aðgerðarskjá, 8 hátalara hljóðkerfi, tvískipta hitastýrða miðstöð, allar mögulegar tengingar, hita í sætum og framrúðu, birtistilltan baksýnisspegil, LED aðalljós og afturljós, baksýnismyndavél og sjálfvirkar rúðuþurrkur, svo eitthvað af ríkulegum búnaðinu sé nefnt. e-Golf fæst frá 4.150.000 kr. og er ekki mikið dýrari en miklu aflminni og ve útbúinn ódýrassta gerð Golf með brunavél. Auk þess er miklu ódýrara að reka e-Golfinn. Þeir sem eru í leit að öðrum, eða jafnvel eina bíl heimilisins, ættu að íhuga kaup á rafmagnsbíl, ekki síst þessum kostagrip e-Golf.Harla skrítin sýn blasir við þegar kíkt er undir húddið á e-Golf. Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, hröðun, verð Ókostir: Efnisval í innréttingu Rafmagnsmótorar, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 0,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 9,6 sek. Hámarkshraði: 150 km/klst Verð frá: 4.150.000 kr. Umboð: HeklaFramtíðin er sannarlega mætt í nýjum e-Golf og hver sá sem ekki hefur enn prófað rafmagnsbíl er hvattur til að prófa. Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent
Reynsluakstur – Volkswagen e-Golf Þeim fjölgar mjög bílunum sem eingöngu ganga fyrir rafmagni og einn þeirra athygliverðasti er örugglega Volkswagen e-Golf. Flestir rafmagnsbílar hafa verið hannaðir frá upphafi sem rafmagnsbílar og Tesla bílar gott dæmi um það, sem og Nissan Leaf, Renault Zoe og BMW i3. Þó má einnig finna Kia Soul sem bæði finnst sem rafmagnsbíll og með brunavélum, líkt og Volkswagen Golf. Við smíði þeirra hefur litlu þróunarfé verið eytt í hönnun glænýs bíls, heldur er brunavél systurbíla þeirra skipt út fyrir rafmagnsdrifrás og með því sparast heilmikið, enda eru þessir bílar á fínu verði. E-Golf er ekki eini hreinræktaði rafmagnsbíllinn sem fá má frá Volkswagen hér á landi, einnig er í boði Volkswagen e-up! Sem er öllu smærri bíll. Mörgun hefur fundist hvimleitt hvað margir rafmagnsbílar eru ljótir og greinilega hannaðir í þeim tilgangi að það sjáist að þar fari rafmagnsbílar. Það á ekki við í tilfelli e-Golf, hann e jafn gullfallegur og aðrir Golf bílar sem ber tímalausa hönnun og fágun með sér. Almennt þykir Golf sérlega fagurlega hannaður bíll og greinarritari er þar á meðal. Fyrir vikið má vart greina e-Golf frá öðrum gerðum Golf bíla sem eru æði margir. Þetta telst til ótvíðræðra kosta með e-Golf.Frá reynsluakstrinum á Mallorca. Stund milli stríða.Stóraukið drægi Ný kynslóð e-Golf hefur fengið stóraukið drægi, eða 300 km uppgefið frá framleiðanda. Það drægi á þó bara við við allra bestu aðstæður og raunhæfara er að gera ráð fyrir að hann komist 200-250 km á fullri hleðslu. Þetta aukna drægi e-Golf færir bílinn nær hefðbundnum vélum með brunavélar og minnkar þá drægnishræðslu sem margir bera til rafmagnsbíla. Flestir ættu nú að komast uppí sumarbústað á e-Golf og þar er hann bara fullhlaðinn aftur og tilbúinn í næsta túr. Í flestum tilfellum hefur fólk keypt sér rafmagnsbíl sem annan eða þriðja bíl heimilisins, en nú er svo komið að e-Golf gæti dugað þeim vel sem eini bíll sem fara ekki mikið útá land í lengri ferðir. Margir fyrstu kaupendur rafmagnsbíla keyptu sinn fyrsta rafmagnsbíl með umhverfissjónarmið í huga, enda mengar hann ekki neitt. Margir hafa þó haft í huga að rekstrarkostnaður slíkra bíla er afar lítill og óhætt að gleyma því hvar bensínstöðvar landsins eru staðsettar. Þeir henta líka mjög vel hér á landi vegna lágs rafmagnsverðs og nægs rafmagns. Annað sem skiptir svo miklu máli nú er að engin vörugjöld eru af rafmagnsbílum og enginn virðisaukaskattur uppað 6 milljónum króna. Fyrir vikið eru rafmagnsbílar ansi ódýrir á Íslandi þó svo innkaupsverð þeirra sé nokkru hærra en á brunabílum. Það á fólk að nýta sér á meðan lög um slíkt gilda, því það gæti breyst, en líklega þó ekki alveg á næstunni.e-Golf í hvíld á milli spretta.Í 60 á 4 sekúndum En hvernig er að aka e-Golf? Í einu orði sagt er það frábært. Bíllinn er ferlega sprækur og lipur, svo ekki sé talað um það að aka alveg hljóðlaust, sem er upplifun útaf fyrir sig. E-Golf er 136 hestöfl og þau eru til taks frá fyrsta sekúndubroti og upptakið því magnað, enda fer hann uppí 60 km hraða á 4 sekúndum og því eins og sprækasti sportbíll. Togið er líka ansi gott í e-Golf, eða 290 Nm. Þar sem rafhlöður bílsins eru í gólfi hans er þyngdarpunkturinn lágur og það hjálpar til við góða aksturseiginleika e-Golf. Óhætt er að fullyrða að akstur e-Golf er fullt eins ánægjulegur og annarra Golf bíla með brunavél. Þó verður kannski að undanskilja kraftabílana Golf GTI og Golf R, sem eru kapituli útaf fyrir sig. Volkswagen e-Golf var ekið um daginn á frábærum vegum Miðjarðarhafseyjunnar Mallorca og þar var einnig í boði að aka Golf GTE tengitvinnbílnum. Akstur þeirra var eiginlega jafn frábær, þarna fara einfaldlega tveir frábærir bílar sem bera vitni um frábæra verkfræðilega getu Þjóðverja og Volkswagen. Undirvagn bílsins virðist afar vel stilltur og fjöðrunin því mjög skemmtileg og hæfilega stíf. Stýring bílsins er nákvæm og tilfinning fyrir vegi til fyrirmyndar.Mjög er vandað til alls í innréttingu e-Golf.Rafmagnsbílar frábær kostur Allt er bara svo fágað við bílinn að undrun sætir. Hann er svo þéttur og traustvekjandi að erfitt er að ímynda sér að hann sé búinn drifrás sem er til í miklu minna mæli en 1% bíla heimsins, líklega nær 0,1%. Rafmagnsbílar eru greinilega málið, enda dagljóst að sýn bílaframleiðenda heimsins vísar þangað. Þeir sem eiga eftir að prófa að aka rafmagnsbíl ætti að reyna hann þennan. Undrum sætir að 35,8 kWh öflugar rafhlöður bílsins bitna svo til ekkert á innanrými e-Golf og skottplássið er gott að auki. Í grunnútfærslu er e-Golf svo vel búinn að furðu sætir. Hann er með 8 tommu aðgerðarskjá, 8 hátalara hljóðkerfi, tvískipta hitastýrða miðstöð, allar mögulegar tengingar, hita í sætum og framrúðu, birtistilltan baksýnisspegil, LED aðalljós og afturljós, baksýnismyndavél og sjálfvirkar rúðuþurrkur, svo eitthvað af ríkulegum búnaðinu sé nefnt. e-Golf fæst frá 4.150.000 kr. og er ekki mikið dýrari en miklu aflminni og ve útbúinn ódýrassta gerð Golf með brunavél. Auk þess er miklu ódýrara að reka e-Golfinn. Þeir sem eru í leit að öðrum, eða jafnvel eina bíl heimilisins, ættu að íhuga kaup á rafmagnsbíl, ekki síst þessum kostagrip e-Golf.Harla skrítin sýn blasir við þegar kíkt er undir húddið á e-Golf. Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, hröðun, verð Ókostir: Efnisval í innréttingu Rafmagnsmótorar, 136 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla: 0,0 l./100 km í bl. akstri Mengun: 0 g/km CO2 Hröðun: 9,6 sek. Hámarkshraði: 150 km/klst Verð frá: 4.150.000 kr. Umboð: HeklaFramtíðin er sannarlega mætt í nýjum e-Golf og hver sá sem ekki hefur enn prófað rafmagnsbíl er hvattur til að prófa.
Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent