Íbúðin er þriggja herbergja, 85 fermetrar og er um að ræða hæð og ris í virðulegu og vel uppgerðu húsi.
Húsið var byggt árið 1921 en fasteignamat eignarinnar er 34 milljónir en ásett verð er 65,9 milljónir.
Útgangur er út á nýuppgerðar og góðar svalir með glæsilegu útsýni í norður, vestur og suðuráttir yfir miðbæ Reykjavíkur.
Eignin er blanda af upprunalegri hönnun og nýuppgerðu og tekst einstaklega vel til eins og sjá má hér að neðan.





