Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2017 13:30 Í meiningarmun Hafdísar og Tómasar kristallast átakalínur þar sem náttúruverndarsjónarsjónarmiðum og byggðastefnu er stillt upp sem andstæðum. Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira