Sjálfstæðismenn komnir með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum Jakob Bjarnar skrifar 3. júlí 2017 13:30 Í meiningarmun Hafdísar og Tómasar kristallast átakalínur þar sem náttúruverndarsjónarsjónarmiðum og byggðastefnu er stillt upp sem andstæðum. Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Hafdís Gunnarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norð-vesturkjördæmi, segist vera komin með uppí kok af Lækna-Tómasi og öðrum náttúruverndarsinnum. „Ég er alveg komin með upp í kok af fólki sem heimsækir Vestfirði í nokkra daga á ári og berst gegn framkvæmdum hér í samgöngumálum, atvinnumálum og raforkumálum. Því svo fer þetta fólk aftur heim til sín í borgina, í öryggið, þar sem það þarf ekki að keyra malarvegi til að komast á milli staða, glíma við rafmagnsleysi yfir vetrartímann eða skort á atvinnuuppbyggingu,“ skrifar hún í harðorðri Facebookfærslu nú í morgun. Þessi orð hafa fallið í kramið hjá sjálfstæðismönnum á borð við Einar K. Guðfinnsson, sem nú er formaður Landssamtaka fiskeldisstöðva, og Sturla Böðvarsson sem nú er bæjarstjóri á Stykkishólmi, báðir þungavigtarmenn í flokknum.Fórna á náttúruperlu fyrir stóriðjuTilefni þessara skrifa Hafdísar er augljóslega færsla sem Tómas Guðbjartsson, svonefndur Lækna-Tómas til aðgreiningar frá öðrum þekktum nöfnum sínum, birti um helgina og hefur farið víða. Vel rúmlega þúsund manns hafa sett læk við hana. Hann birti mynd af sér við Rjúkandifoss, sem hann segir náttúruperlu á heimsmælikvarða. „Þessi ótrúlegi foss verður undir ef Hvalárvirkjun verður að veruleika. Hef gengið þarna um sl. daga og er uppnuminn af þessu svæði - ósnortið land sem örfáir Íslendingar hafa séð. Viljum við fórna svona perlu fyrir megawött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. Auk þess eru upp af Ófeigsfirði tugir annarra fossa í ósnortnu umhverfi sem ekki eiga sinn líka og margir km af hrikalegum gljúfrum og grasi grónum heiðum. Við þurfum að skila svona perlum til næstu kynslóða, ekki til HS Orku eða Vesturverks,“ segir Tómas og hvetur fólk til að dreifa pósti sínum séu það sammála sér. Og sannarlega hefur ekki staðið á viðbrögðum.Hræsni borgarbúaHafdís er hins vegar óhress með þetta, mjög: „Svo birtir þetta fólk myndir af fossi sem er úr alfaraleið og vekur athygli á því að það eigi að virkja hann eða laxveiðiá sem að þeirra mati er í hættu vegna laxeldis Vestfirðinga. Þá stökkva upp rúmlega þúsund manns, svokallaðir unnendur íslenskrar náttúru, sem aldrei hafa séð þennan foss eða á og sennilega aldrei komið á Vestfirði og mótmælir harkalega. Ég hef lítið þol fyrir þessu og finnst þetta hræsni því ekki berst þetta fólk með okkur þegar við óskum eftir stuðningi vegna þess ójafnræðis sem er á milli landshluta. Látið okkur sem búum hér, eigum sterkar tengingar hér og þá sem eiga reglulega leið hingað um um að þræta um þetta,“ skrifar Hafdís sem segist annars hress. Þarna, í þessum áherslumun Tómasar og Hafdísar, kristallast línur sem dregnar hafa verið í sandinn í íslenskri pólitík en ganga hins vegar þvert á flokkslínur vegna kjördæmakerfisins eins og sýndi sig í stuðningi Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur í VG við fiskeldi; þar sem byggðasjónarmiðum er stillt upp sem andstæðu náttúruverndarsjónarmiða.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira