Tekjur Íslendinga: Breikkandi bil á milli forstjóra og þeirra lægst launuðu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2017 11:28 Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón. Tekjur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón.
Tekjur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira