Telur rannsókn flugslyssins mikinn hvítþvott á Mýflugi 1. júlí 2017 06:00 Mikael Tryggvason er bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst er hann var á heimleið með sjúkraflugvélinni TF-MYX. „Fyrir flugrekandann er þessi lokaskýrsla um slysið mikill hvítþvottur,“ segir Mikael Tryggvason, bróðir sjúkraflutningamanns sem lést er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri 5. ágúst 2013. Mýflugsvélin brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar er flugstjórinn hugðist taka dýfu yfir brautina þar sem fram fór spyrnukeppni. Nú í júní skilaði rannsóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um málið, tæpum fjórum árum eftir slysið sem kostaði Pétur Tryggvason sjúkraflutningamann, bróður Mikaels, lífið. Flugstjórinn lést einnig en aðstoðarflugmaður lifði af. „Það er alveg af og frá og ég er langt frá því að vera sáttur,“ segir Mikael um það hvort skýrslan um Mýflugsslysið varpi nægilega skýru ljósi á aðdraganda og orsakir slyssins. Í apríl í vor kom út skýrsla bandarísku flugslysanefndarinnar, NTSB, um flugvél í útsýnisflugi sem fórst með níu manns fyrir tveimur árum. Mikael segir muninn á bandarísku skýrslunni og þeirri íslensku vera sláandi. Bandaríska skýrslan sem Mikael vitnar til fjallar ítarlega um þá starfshætti sem tíðkuðust hjá flugfélaginu sem rak vélina sem fórst. Áhættusækni innan fyrirtækisins var sögð hafa verið orsök þess hvernig fór. Haft er eftir settum formanni bandarísku flugslysanefndarinnar, Robert Sumwalt, í fjölmiðlinum Alaska Dispatch News að menn geri ekki mistök í tómarúmi, oft sé um að ræða atriði sem tengist skipulaginu. „Þeir eru hluti af kerfi – og það er of auðvelt að segja bara að flugmaðurinn hafi klúðrað hlutunum,“ segir Robert Sumwalt. „Ef maður skoðar þessa bandarísku skýrslu til samanburðar og hefur í huga þá vitneskju sem til er um hvernig sumir hjá Mýflugi virðast hafa hagað sér á þessari sjúkraflugvél og þær aðfinnslur sem gerðar voru, meðal annars af lækninum sem þjónaði sjúkrafluginu, þá er afar einkennilegt að ekkert sé um slík atriði fjallað í skýrslunni,“ segir Mikael. Mikael segir að í íslensku skýrslunni sé ekkert tekið á þeim fyrirtækiskúltur sem verið hafi hjá Mýflugi og falið í sér að menn komust upp með ýmiss konar glæfraflug. Þar er sagt að einstaka flugmenn hafi talið frávik frá vinnureglum í lagi en að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki liðið slíkt. Það segir Mikael ekki rétt. Þá hafi Mýflug komið fram breytingum á drögum skýrslunnar þannig að í lokaútgáfunni sé fullyrt að þremur mánuðum fyrir slysið hafi á námskeiði hjá fyrirtækinu verið undirstrikað að frávik frá starfsreglum væru ekki ásættanleg. „Ég vil taka fram að innan Mýflugs eru gríðarlega góðir og færir einstaklingar,“ segir Mikael sem af skýrslunni segir helst mega ráða að lágflugið yfir akstursbrautinni þann dag sem slysið varð hafi verið einstakt tilvik þótt mörg dæmi um annað liggi fyrir. „Flugmenn sem ég talaði við löngu fyrir þetta slys áttu þann draum að komast til Mýflugs af því að það var svo mikið frjálsræði þar,“ segir Mikael. „Miðað við þessa bandarísku skýrslu spyr maður sig hvort rannsóknarnefndin hér hafi getu og þekkingu til að taka á svona málum. Okkur kemur við hvað varð til þess að þetta óhapp varð, til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum. 21. júní 2017 06:00 Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. 19. júní 2017 09:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
„Fyrir flugrekandann er þessi lokaskýrsla um slysið mikill hvítþvottur,“ segir Mikael Tryggvason, bróðir sjúkraflutningamanns sem lést er sjúkraflugvél Mýflugs fórst á Akureyri 5. ágúst 2013. Mýflugsvélin brotlenti á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar er flugstjórinn hugðist taka dýfu yfir brautina þar sem fram fór spyrnukeppni. Nú í júní skilaði rannsóknarnefnd flugslysa lokaskýrslu um málið, tæpum fjórum árum eftir slysið sem kostaði Pétur Tryggvason sjúkraflutningamann, bróður Mikaels, lífið. Flugstjórinn lést einnig en aðstoðarflugmaður lifði af. „Það er alveg af og frá og ég er langt frá því að vera sáttur,“ segir Mikael um það hvort skýrslan um Mýflugsslysið varpi nægilega skýru ljósi á aðdraganda og orsakir slyssins. Í apríl í vor kom út skýrsla bandarísku flugslysanefndarinnar, NTSB, um flugvél í útsýnisflugi sem fórst með níu manns fyrir tveimur árum. Mikael segir muninn á bandarísku skýrslunni og þeirri íslensku vera sláandi. Bandaríska skýrslan sem Mikael vitnar til fjallar ítarlega um þá starfshætti sem tíðkuðust hjá flugfélaginu sem rak vélina sem fórst. Áhættusækni innan fyrirtækisins var sögð hafa verið orsök þess hvernig fór. Haft er eftir settum formanni bandarísku flugslysanefndarinnar, Robert Sumwalt, í fjölmiðlinum Alaska Dispatch News að menn geri ekki mistök í tómarúmi, oft sé um að ræða atriði sem tengist skipulaginu. „Þeir eru hluti af kerfi – og það er of auðvelt að segja bara að flugmaðurinn hafi klúðrað hlutunum,“ segir Robert Sumwalt. „Ef maður skoðar þessa bandarísku skýrslu til samanburðar og hefur í huga þá vitneskju sem til er um hvernig sumir hjá Mýflugi virðast hafa hagað sér á þessari sjúkraflugvél og þær aðfinnslur sem gerðar voru, meðal annars af lækninum sem þjónaði sjúkrafluginu, þá er afar einkennilegt að ekkert sé um slík atriði fjallað í skýrslunni,“ segir Mikael. Mikael segir að í íslensku skýrslunni sé ekkert tekið á þeim fyrirtækiskúltur sem verið hafi hjá Mýflugi og falið í sér að menn komust upp með ýmiss konar glæfraflug. Þar er sagt að einstaka flugmenn hafi talið frávik frá vinnureglum í lagi en að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki liðið slíkt. Það segir Mikael ekki rétt. Þá hafi Mýflug komið fram breytingum á drögum skýrslunnar þannig að í lokaútgáfunni sé fullyrt að þremur mánuðum fyrir slysið hafi á námskeiði hjá fyrirtækinu verið undirstrikað að frávik frá starfsreglum væru ekki ásættanleg. „Ég vil taka fram að innan Mýflugs eru gríðarlega góðir og færir einstaklingar,“ segir Mikael sem af skýrslunni segir helst mega ráða að lágflugið yfir akstursbrautinni þann dag sem slysið varð hafi verið einstakt tilvik þótt mörg dæmi um annað liggi fyrir. „Flugmenn sem ég talaði við löngu fyrir þetta slys áttu þann draum að komast til Mýflugs af því að það var svo mikið frjálsræði þar,“ segir Mikael. „Miðað við þessa bandarísku skýrslu spyr maður sig hvort rannsóknarnefndin hér hafi getu og þekkingu til að taka á svona málum. Okkur kemur við hvað varð til þess að þetta óhapp varð, til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum. 21. júní 2017 06:00 Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. 19. júní 2017 09:18 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Aðstoðarflugmaður sem lifði af slysið í Hlíðarfjalli 2013 ber að hann hafi varað flugstjórann við lágflugi. Rannsóknarnefnd flugslysa segir stjórnendur hjá Mýflugi ekki hafa sætt sig við frávik frá venjubundnum verkferlum. 21. júní 2017 06:00
Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. 19. júní 2017 09:18