Taylor með þrennu í stórsigri Englendinga á Skotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 20:37 Jodie Taylor fagnar einu marka sinna. Vísir/Getty Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Bronslið Englendinga frá síðasta heimsmeistaramóti sýndi styrk sinn í sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Hollandi. England vann þá 6-0 stórsigur á nágrönnum sínum frá Skotlandi í fyrsta leik liðanna í D-riðli. Skotar voru einmitt með íslensku stelpunum í riðli í undankeppninni. Jodie Taylor skoraði þrennu fyrir Englendinga í leiknum og var ekki bara sú fyrsta sem nær því á EM í Hollandi heldur einnig sú fyrsta sem nær því fyrir enska kvennalandsliðið á stórmóti. Jodie Taylor er 31 árs gömul og spilar með Arsenal. Hún lék áður með bandarísku liðunum Washington Spirit og Portland Thorns FC. Taylor var búin að skora 9 landsliðsmörk fyrir leikinn í kvöld. Úrslitin voru ráðin eftir rúmlega hálftíma leik en enska liðið var þá komið í 3-0. Jodie Taylor skoraði fyrsta markið á 10. mínútu eftir að sloppið í gegn eftir að Fran Kirby lét sendingu Lucy Bronze fara framhjá sér og plataði með því varnarmenn Skota. Taylor bætti við öðru marki sínu og koma enska liðinu í 2-0 á 27. mínútu þegar hún fylgdi á eftir þegar mikil hætta skapaðist eftir aukaspyrnu. Ellen White kom Englandi síðan í 3-0 á 32. mínútu þegar hún fylgdi á eftir sláarskoti Jill Scott. Jodie Taylor innsiglaði síðan þrennu sína eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum. Ellen White skallaði aukaspyrnu Steph Houghton inn fyrir vörnina og Taylor lyfti boltanum laglega yfir markvörðinn. Jordan Nobbs, sem líka spilar með Arsenal, skoraði fimmta markið þremur mínútum fyrir leikslok. Sjötta markið skoraði síðan varamaðurinn Toni Duggan með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Úrslitin eru mikið áfalla fyrir skoska liðið sem vann meðal annars sigur á Laugardalsvellinum í undankeppninni. England og Spánn unnu örugga sigri í leikjum sínum í D-riðlinum í dag og það lítur allt út fyrir að það verði þægilegt verkefni fyrir þessi tvö sterku lið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira