Fótbolti

Guðni forseti fékk stelpurnar til að springa úr hlátri | Myndir

Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir (fyrir miðju) og Katrín Ásbjörnsdóttir (til vinstri) skella upp úr en Fanndís Friðriksdóttir virðist enn vera að átta sig á brandaranum.
Guðbjörg Gunnarsdóttir (fyrir miðju) og Katrín Ásbjörnsdóttir (til vinstri) skella upp úr en Fanndís Friðriksdóttir virðist enn vera að átta sig á brandaranum. Hilmar Þór Guðmundsson
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa verið kærkominn gestur á hóteli kvennalandsliðsins í knattspyrnu í Ermelo í Hollandi í dag. Af myndunum að dæma, sem Hilmar Þór Guðmundsson hjá KSÍ tók, er ekki annað að sjá en að Guðni hafi fengið stelpurnar til að hlæja.

Guðni var einn nokkurra ráðamanna frá Íslandi sem voru viðstaddir leikinn gegn Frökkum í gær. Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson og Þorsteinn Víglundsson voru sömuleiðis staddir á leikvanginum og sátu í VIP-stúkunni með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ.

Guðni ákvað aftur á móti að sitja með fjölskyldunni sinni meðal almennings og tók virkan þátt í stuðningi, þar með töldu víkingaklappinu. 

Myndir frá heimsókn Guðna á hótel stelpnanna má sjá hér að neðan.

 

Það var bros á hverju andliti í matsal íslenska liðsins.Hilmar Þór Guðmundsson
Hæ, Guðni heiti ég gæti forsetinn verið að segja. Ekki ólíklegt enda með eindæmum alþýðlegur í fasi fyrir forseta að vera.Hilmar Þór Guðmundsson
Katrín Ásbjörns springur úr hlátri um leið og Guðni tekur í höndina á Ingibjörgu Sigurðardóttur.Hilmar Þór Guðmundsson
Stelpurnar hlusta á forsetann sem er mikill áhugamaður um íþróttir.Hilmar Þór guðmundsson
Glæsilegt bláklætt fólk í Ermelo.Hilmar Þór Guðmundsson
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í miðjum hóp íslenskra stuðningsmanna.Vísir/Getty
Guðni var mættur snemma í stúkuna ásamt börnum sínum og eiginkonu, Elizu Reid.Vísir/Vilhelm
Guðni Th. brá sér í stöðu markvarðar í heimsókn til Færeyja á dögunum.Forseti.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×