Ætlar að verða heimsmeistari þrátt fyrir að vera plagaður af MS Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 07:00 Svavar á baki Heklu. „Ég geri þetta aldrei aftur. Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar berst við MS-sjúkdóminn en ætlar að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu. Draumur hans er að verða heimsmeistari í skeiði á merinni Heklu frá Akureyri. Hann hefur misst mátt og þrek og er orðinn blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hollandi. Vinir hans hafa sett af stað söfnun til þess að hann geti upplifað draum sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði hestaíþrótta í gegnum troðfullan leikvang. „Þetta er alltaf barátta við sjúkdóminn. Núna er þetta erfitt og helvítis puð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er búinn að vera að reyna að safna styrkjum en það gengur erfiðlega. Þess á milli er ég að hreyfa hrossið því það snýst allt um þetta, ég geri ekkert annað,“ segir Svavar. Hann hefur skilning á þeim fyrirtækjum sem eru háð íslensku krónunni því hann hefur fengið vilyrði frá mörgum sem þurfa að halda fast í hverja krónu. Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir stórum hluta þess sem ferðin kostar. Nú ætla vinir hans að létta undir og hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfnunarsíðunni generosity.com. Hægt er að finna styrkinn með því að leita undir Svabbi. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
„Ég geri þetta aldrei aftur. Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar berst við MS-sjúkdóminn en ætlar að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu. Draumur hans er að verða heimsmeistari í skeiði á merinni Heklu frá Akureyri. Hann hefur misst mátt og þrek og er orðinn blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hollandi. Vinir hans hafa sett af stað söfnun til þess að hann geti upplifað draum sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði hestaíþrótta í gegnum troðfullan leikvang. „Þetta er alltaf barátta við sjúkdóminn. Núna er þetta erfitt og helvítis puð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er búinn að vera að reyna að safna styrkjum en það gengur erfiðlega. Þess á milli er ég að hreyfa hrossið því það snýst allt um þetta, ég geri ekkert annað,“ segir Svavar. Hann hefur skilning á þeim fyrirtækjum sem eru háð íslensku krónunni því hann hefur fengið vilyrði frá mörgum sem þurfa að halda fast í hverja krónu. Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir stórum hluta þess sem ferðin kostar. Nú ætla vinir hans að létta undir og hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfnunarsíðunni generosity.com. Hægt er að finna styrkinn með því að leita undir Svabbi.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira