Stytta af Jane Austen afhjúpuð við hátíðlega athöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2017 18:42 Prúðbúnir aðdáendur Jane Austen. Visir/getty Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Fyrsta styttan af höfundinum Jane Austen var afhjúpuð í gær við hátíðlega athöfn í bænum Basingstoke sem er nálægur fæðingarþorpi Austen, Steventon á Suður Englandi. Þetta kemur fram á vef CNN. Höggmyndalistamaðurinn Adam Roud bjó til styttuna sem er í raunstærð höfundarins. Afhjúpun styttunnar er liður í veglegri hátíðardagskrá í tilefni þess að tvö hundruð ár eru liðin frá dánardegi skáldsins. Adam Roud kveðst hafa varið fimm mánuðum í að búa styttuna til. Hann segir listaverkið vera hans persónulega túlkun á Jane Austen.Styttan er í raunstærð Jane Austen.Visir/gettyStyttan af skáldinu er sú fyrsta, svo vitað sé. Eina listaverkið, sem vitað er með vissu að er til, er vatnslitamynd af Austen sem systir hennar, Cassandra, málaði. Málverkið hangir nú í National Portrait Gallery í Lundúnum. Roud segir, spaugsamur, að hann óskaði þess að málverk Cassöndru hefði aldrei orðið til. Málverkið hafi truflað hann í sköpunarferlinu. Hann segist þess fullviss að skiptar skoðanir verði á listaverkinu hans „eflaust verður mér hrósað af sumum og ég gagnrýndur af öðrum.“ Þingkonan Maria Millar segist í samtali við CNN ávallt hafa þráð að koma upp minnisvarða um höfundinn í hjarta bæjarins. Með styttunni sé ekki aðeins verið að heiðra frægasta íbúa bæjarins, heldur sé þetta auk þess leið til að viðurkenna þátt kvenna í listasögunni. Austen er einn frægasti höfundur í heimi sem skrifaði skáldsögur á borð við Hroka og Hleypidóma (1813), Vonir og væntingar (1811) og Emmu (1815).Bresku leikararnir Raymond Coulthard, Kate Beckinsale og Mark Strong eru á meðal fjölda leikara sem hafa túlkað litríkar sögupersónur úr skáldsögum Jane Austen.visir/getty
Bretland Styttur og útilistaverk Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Glatkistunni lokað Menning Fleiri fréttir „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“