Bretland „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. Erlent 25.7.2025 16:57 Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, stofnar nýjan stjórnmálaflokk í samstarfi við Zöruh Sultana óháðri þingkonu sem sagði sig úr Verkamannaflokknum. Erlent 25.7.2025 12:23 Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Listamaðurinn Odee Friðriksson er hvergi af baki dottinn í baráttu sinni við Samherja vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Hann ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni hans. Þá segir hann fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málinu villandi. Innlent 24.7.2025 15:58 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. Lífið 24.7.2025 15:03 Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. Erlent 23.7.2025 13:11 Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala. Erlent 22.7.2025 07:38 Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins. Lífið 20.7.2025 15:18 Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Innlent 20.7.2025 13:37 Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Erlent 18.7.2025 18:32 Bragason leikur Zeldu prinsessu Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Lífið 18.7.2025 11:51 Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Lífið 18.7.2025 09:03 Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Átta börn hafa fæðst á Bretlandseyjum úr erfðaefni þriggja einstaklinga, til að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma vegna gallaðra hvatbera. Erlent 17.7.2025 08:18 Emma Watson svipt ökuleyfinu Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári. Lífið 16.7.2025 11:44 Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Ríkisstjórn Rishi Sunak, sem var forsætisráðherra Íhaldsmanna frá 2022 til 2024, kom á fót neyðarúrræði fyrir Afgani sem þurftu að komast úr landi í kjölfar valdatöku Talíbana, eftir að lista yfir þá sem höfðu sótt um að komast til Bretlands var lekið fyrir mistök. Erlent 15.7.2025 12:33 Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Bresk yfirvöld hvetja börnin sín til að bólusetja börnin sín gegn mislingum eftir að barn lést vegna sjúkdómsins í Liverpool. Sífellt færri foreldrar láta bólusetja börnin sín. Erlent 13.7.2025 15:49 Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31 Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum. Lífið 10.7.2025 15:21 Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Erlent 9.7.2025 23:01 Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. Erlent 8.7.2025 12:59 Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast gera breytingar á vinnuverndarlöggjöfinni, sem munu gera það að verkum að vinnuveitendur geta ekki lengur múlbundið starfsmenn sína með því að láta þá undirrita trúnaðarsamning. Erlent 8.7.2025 08:48 Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. Gagnrýni 5.7.2025 08:33 Partey ákærður fyrir nauðgun Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum. Fótbolti 4.7.2025 13:56 Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Erlent 3.7.2025 12:39 Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019. Erlent 2.7.2025 11:28 Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Erlent 2.7.2025 10:36 Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. Erlent 1.7.2025 12:12 Árin hjá Spotify ævintýri líkust „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. Lífið 1.7.2025 07:03 Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Erlent 30.6.2025 12:28 Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. Erlent 29.6.2025 11:15 Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Bíó og sjónvarp 28.6.2025 12:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 136 ›
„Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau segja tíma til kominn að ljúka stríðinu á Gasa. Erlent 25.7.2025 16:57
Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins, stofnar nýjan stjórnmálaflokk í samstarfi við Zöruh Sultana óháðri þingkonu sem sagði sig úr Verkamannaflokknum. Erlent 25.7.2025 12:23
Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Listamaðurinn Odee Friðriksson er hvergi af baki dottinn í baráttu sinni við Samherja vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Hann ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni hans. Þá segir hann fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málinu villandi. Innlent 24.7.2025 15:58
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. Lífið 24.7.2025 15:03
Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Fjölskyldur og ástvinir þeirra sem létust í flugslysi á Indlandi segjast hafa fengið rangar líkamsleifar er lík þeirra látnu voru send til Bretlands. Erlent 23.7.2025 13:11
Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Tveggja hæða rútu var ekið á brú í Manchester í gær með þeim afleiðingum að þakið brotnaði af og minnst fimmtán farþegar fóru á spítala. Erlent 22.7.2025 07:38
Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins. Lífið 20.7.2025 15:18
Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Innlent 20.7.2025 13:37
Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Erlent 18.7.2025 18:32
Bragason leikur Zeldu prinsessu Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur. Lífið 18.7.2025 11:51
Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre. Lífið 18.7.2025 09:03
Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Átta börn hafa fæðst á Bretlandseyjum úr erfðaefni þriggja einstaklinga, til að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma vegna gallaðra hvatbera. Erlent 17.7.2025 08:18
Emma Watson svipt ökuleyfinu Leikkonan Emma Watson hefur verið svipt ökuleyfinu í sex mánuði eftir að hún fór yfir leyfilegan hámarkshraða í Oxford í júlí á síðasta ári. Lífið 16.7.2025 11:44
Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Ríkisstjórn Rishi Sunak, sem var forsætisráðherra Íhaldsmanna frá 2022 til 2024, kom á fót neyðarúrræði fyrir Afgani sem þurftu að komast úr landi í kjölfar valdatöku Talíbana, eftir að lista yfir þá sem höfðu sótt um að komast til Bretlands var lekið fyrir mistök. Erlent 15.7.2025 12:33
Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Bresk yfirvöld hvetja börnin sín til að bólusetja börnin sín gegn mislingum eftir að barn lést vegna sjúkdómsins í Liverpool. Sífellt færri foreldrar láta bólusetja börnin sín. Erlent 13.7.2025 15:49
Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31
Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Novak Djokovic hafði betur gegn Flavio Cobolli í æsispennandi leik í fjórðungsúrslitum Wimbledon í gær. Spennan var þó greinilega ekki nógu mikil fyrir enska leikarann Hugh Grant sem dottaði yfir hasarnum. Lífið 10.7.2025 15:21
Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Erlent 9.7.2025 23:01
Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. Erlent 8.7.2025 12:59
Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast gera breytingar á vinnuverndarlöggjöfinni, sem munu gera það að verkum að vinnuveitendur geta ekki lengur múlbundið starfsmenn sína með því að láta þá undirrita trúnaðarsamning. Erlent 8.7.2025 08:48
Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. Gagnrýni 5.7.2025 08:33
Partey ákærður fyrir nauðgun Thomas Partey, fyrrverandi leikmaður Arsenal á Englandi, hefur verið ákærður af lögregluyfirvöldum í Bretlandi fyrir nauðgun. Ákæruliðirnir eru sex og beinast gegn þremur konum. Fótbolti 4.7.2025 13:56
Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Hljómsveitin Bob Vylan var meðal sjö atriða á Glastonbury-tónlistarhátíðinni sem stjórnendur BBC höfðu metið sem há-áhættu atriði. Menn töldu sig hins vegar hafa gert ráðstafanir til að grípa inn í ef eitthvað kæmi upp á en svo reyndist ekki vera. Erlent 3.7.2025 12:39
Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Tannréttingarlæknirinn John Mew, sem taldi að hægt væri að stýra vexti kjálka með andlitsæfingum sem kallast að mew-a, er látinn 96 ára að aldri. Mew var umdeildur meðal kollega sinna en aðferðir hans náðu vinsældum á samfélagsmiðlum upp úr 2019. Erlent 2.7.2025 11:28
Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Erlent 2.7.2025 10:36
Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. Erlent 1.7.2025 12:12
Árin hjá Spotify ævintýri líkust „Það var svolítið stórt stökk að vera allt í einu fluttur til London og farinn að vinna hjá Spotify. Þú þarft að hafa mikinn kjark og trúa að þú sért nógu góður en loddaralíðanin er alltaf smá óumflýjanleg,“ segir hönnuðurinn Orri Eyþórsson. Orri hefur komið víða við í heimi hönnunar og búið meira og minna erlendis síðastliðinn áratug. Hann er fluttur til Íslands og farinn að starfa hjá Reon eftir ævintýrarík ár hjá risafyrirtækinu Spotify en hann ræddi við blaðamann um þessi ævintýri. Lífið 1.7.2025 07:03
Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Erlent 30.6.2025 12:28
Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Lögregluyfirvöld í Somerset í Bretlandi eru með ummæli sem hljómsveitirnar Bob Vylan og Kneecap létu falla á sviði á tónlistarhátíðinni Glastonbury til skoðunar. Á tónleikunum, sem voru í beinni útsendingu á BBC, kölluðu Bob Vylan eftir dauða ísraelskra hermanna. Erlent 29.6.2025 11:15
Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Nú þegar búið er að ráða Denis Villeneuve sem leikstjóra næstu James Bond-myndar er leit hafin að næsta 007. Heimildarmenn Variety segja framleiðendur vilja leikara undir þrítugu og að efstir á blaði séu Tom Holland, Jacob Elordi og Harris Dickinson. Bíó og sjónvarp 28.6.2025 12:26