Ólafur H. Torfason rithöfundur er látinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júlí 2017 11:37 Ólafur H. Torfason. aðsend Ólafur H. Torfason, rithöfundur, fjölmiðlamaður og kvikmyndafræðingur, lést í gær þann 17. júlí, á sjötugasta aldursári. Ólafur fæddist í Reykjavík 27. júlí 1947. Ólafur varð stúdent frá MR 1969 og stundaði nám í kvikmynda- og fjölmiðlafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1970-73. Ólafur starfaði meðal annars sem kennari, fjölmiðlamaður, kvikmyndafræðingur og kvikmyndagagnrýnandi. Auk þess lagði hann stund á myndlist og fékkst við fræðistörf og ritstörf af ýmsu tagi. Ólafur var kennari í Stykkishólmi 1975-82 og fréttaritari DV og Þjóðviljans þar. Hann var blaða- og fréttamaður á Akureyri 1982-86, sá um útgáfu á tímaritinu Heima er bezt og Árbók Akureyrar, var dagskrárgerðarmaður fyrir RÚVAK og fréttamaður Ríkissjónvarpsins á Akureyri. Hann var forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins 1986-89. Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1989-91, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1991-92 og kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2 frá 1987 og textavarps Ríkissjónvarpsins frá upphafi 1993. Hann starfaði einnig að kynningarmálum fyrir Listasafn Íslands. Ólafur gerði stuttræmur, sjónvarpsþætti og fjölda útvarpsþátta, hélt átta myndlistarsýningar og tók þátt í samsýningum. Hann kynnti íslenska kvikmyndagerð í ræðu og riti, jafnt hérlendis sem erlendis, var einn aðstandenda Heimildar- og stuttmyndahátíðar í Reykjavík, sat í dómnefnd Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var um hríð formaður Hins íslenska kvikmyndafræðafélags. Út komu eftir Ólaf bækurnar Kaþólskur annáll Íslands, Heimildarskrá um Rómarkirkju á Íslandi, Ekkert mál, ævisaga Jóns Páls Sigmarssonar, Heilagur Marteinn frá Tours, St. Jósefssystur á Íslandi 1896-1996 og Nokkrir Íslandskrossar. Ólafur var kvæntur Signýju Pálsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg (f. 1950), frá 1969 til 1991. Börn þeirra eru 1) Melkorka Tekla, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins (f. 1970), gift Kristjáni Þórði Hrafnssyni rithöfundi (f. 1968), dóttir þeirra er Thea Snæfríður (f. 2005), 2) Guðrún, (f. og d. 1973), 3) Torfi Frans, viðskiptaþróunarstjóri CCP í Bandaríkjunum (f. 1975), búsettur í Seattle, kvæntur Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi (f. 1977), synir þeirra eru Konráð Bjartur (f. 2006) og Árni Ólafur (f. 2010), 4) Guðrún Jóhanna söngkona (f. 1977), búsett í Madrid, gift Francisco Javier Jáuregui gítarleikara (f. 1974), börn þeirra eru Eva (f. 2008) og Leó (f. 2012). Sambýliskona Ólafs 1995-2003 var Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður (f. 1945, d. 2003). Sonur hennar og Gylfa Jónssonar prests (f. 1945) er Jón Gunnar Gylfason kerfisfræðingur (f. 1973). Sambýliskona Ólafs frá árinu 2005 var Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður (f. 1948). Börn hennar og Gylfa Þórs Magnússonar viðskiptafræðings (f. 1942, d. 1998) eru 1) Magnús Þór viðskiptafræðingur (f. 1974), börn Magnúsar Þórs og Elvu Daggar Melsteð skipulagsstjóra (f. 1979) eru Matthildur María (f. 2002), Gylfi Þór (f. 2004) og Egill Tómas (f. 2009), 2) Egill Örn Gylfason (f. og d. 1979), 3) Helga Björg Gylfadóttir myndlistarmaður (f. 1983). Faðir Ólafs var Torfi Ólafsson, deildarstjóri í Seðlabanka Íslands (f. 1919, d. 2014) og móðir hans er Jóhanna Gunnars húsmóðir (f. 1922). Alsystkini Ólafs eru dr. Helgi Torfason jarðfræðingur (f. 1949) og Anna Guðrún myndlistarmaður (f. 1954). Hálfbræður Ólafs, sammæðra, eru Baldur Hermannsson eðlisfræðingur (f. 1942) og Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður (f. 1968). Árið 2009 greindist Ólafur með Parkinsonssjúkdóm, og síðar með krabbamein og Lewy body heilabilunarsjúkdóm. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum síðustu ár ævinnar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Ólafur H. Torfason, rithöfundur, fjölmiðlamaður og kvikmyndafræðingur, lést í gær þann 17. júlí, á sjötugasta aldursári. Ólafur fæddist í Reykjavík 27. júlí 1947. Ólafur varð stúdent frá MR 1969 og stundaði nám í kvikmynda- og fjölmiðlafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1970-73. Ólafur starfaði meðal annars sem kennari, fjölmiðlamaður, kvikmyndafræðingur og kvikmyndagagnrýnandi. Auk þess lagði hann stund á myndlist og fékkst við fræðistörf og ritstörf af ýmsu tagi. Ólafur var kennari í Stykkishólmi 1975-82 og fréttaritari DV og Þjóðviljans þar. Hann var blaða- og fréttamaður á Akureyri 1982-86, sá um útgáfu á tímaritinu Heima er bezt og Árbók Akureyrar, var dagskrárgerðarmaður fyrir RÚVAK og fréttamaður Ríkissjónvarpsins á Akureyri. Hann var forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins 1986-89. Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1989-91, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 1991-92 og kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2 frá 1987 og textavarps Ríkissjónvarpsins frá upphafi 1993. Hann starfaði einnig að kynningarmálum fyrir Listasafn Íslands. Ólafur gerði stuttræmur, sjónvarpsþætti og fjölda útvarpsþátta, hélt átta myndlistarsýningar og tók þátt í samsýningum. Hann kynnti íslenska kvikmyndagerð í ræðu og riti, jafnt hérlendis sem erlendis, var einn aðstandenda Heimildar- og stuttmyndahátíðar í Reykjavík, sat í dómnefnd Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs og var um hríð formaður Hins íslenska kvikmyndafræðafélags. Út komu eftir Ólaf bækurnar Kaþólskur annáll Íslands, Heimildarskrá um Rómarkirkju á Íslandi, Ekkert mál, ævisaga Jóns Páls Sigmarssonar, Heilagur Marteinn frá Tours, St. Jósefssystur á Íslandi 1896-1996 og Nokkrir Íslandskrossar. Ólafur var kvæntur Signýju Pálsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu menningarmála hjá Reykjavíkurborg (f. 1950), frá 1969 til 1991. Börn þeirra eru 1) Melkorka Tekla, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins (f. 1970), gift Kristjáni Þórði Hrafnssyni rithöfundi (f. 1968), dóttir þeirra er Thea Snæfríður (f. 2005), 2) Guðrún, (f. og d. 1973), 3) Torfi Frans, viðskiptaþróunarstjóri CCP í Bandaríkjunum (f. 1975), búsettur í Seattle, kvæntur Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur stjórnmálafræðingi (f. 1977), synir þeirra eru Konráð Bjartur (f. 2006) og Árni Ólafur (f. 2010), 4) Guðrún Jóhanna söngkona (f. 1977), búsett í Madrid, gift Francisco Javier Jáuregui gítarleikara (f. 1974), börn þeirra eru Eva (f. 2008) og Leó (f. 2012). Sambýliskona Ólafs 1995-2003 var Þorgerður Sigurðardóttir myndlistarmaður (f. 1945, d. 2003). Sonur hennar og Gylfa Jónssonar prests (f. 1945) er Jón Gunnar Gylfason kerfisfræðingur (f. 1973). Sambýliskona Ólafs frá árinu 2005 var Sigríður Dóra Jóhannsdóttir myndlistarmaður (f. 1948). Börn hennar og Gylfa Þórs Magnússonar viðskiptafræðings (f. 1942, d. 1998) eru 1) Magnús Þór viðskiptafræðingur (f. 1974), börn Magnúsar Þórs og Elvu Daggar Melsteð skipulagsstjóra (f. 1979) eru Matthildur María (f. 2002), Gylfi Þór (f. 2004) og Egill Tómas (f. 2009), 2) Egill Örn Gylfason (f. og d. 1979), 3) Helga Björg Gylfadóttir myndlistarmaður (f. 1983). Faðir Ólafs var Torfi Ólafsson, deildarstjóri í Seðlabanka Íslands (f. 1919, d. 2014) og móðir hans er Jóhanna Gunnars húsmóðir (f. 1922). Alsystkini Ólafs eru dr. Helgi Torfason jarðfræðingur (f. 1949) og Anna Guðrún myndlistarmaður (f. 1954). Hálfbræður Ólafs, sammæðra, eru Baldur Hermannsson eðlisfræðingur (f. 1942) og Flosi Þorgeirsson tónlistarmaður (f. 1968). Árið 2009 greindist Ólafur með Parkinsonssjúkdóm, og síðar með krabbamein og Lewy body heilabilunarsjúkdóm. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum síðustu ár ævinnar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira