Glódís Perla: Sara Björk gaf mér góð ráð Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 16. júlí 2017 19:00 Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Það voru stór tíðindi af landsliðinu í gær þegar landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skipti um félagslið og gekk í raðir sænska stórliðsins Rosengård frá Eskilstuna. Rosengård er eitt af stærri liðum Evrópu og Glódís því að takast á við nýtt og spennandi verkefni. „Þetta kom upp tiltölulega snemma í sumar en ég lagði þetta svolítið til hliðar á meðan ég var að klára deildina úti. Ég tók þetta svo aftur upp áður en ég mætti til leiks með landsliðinu. Svo var þetta bara að klára dæmið, það tók smá tíma en svo gekk þetta í gegn,“ sagði Glódís Perla við íþróttadeild á hóteli landsliðsins í Ermelo í dag. „Mér fannst þetta vera tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það var mín tilfinning og þá vissi ég að þetta væri rétt fyrir mig. Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og stolt af þessu þannig ég er bara sátt með þetta.“ Glódís Perla telur þetta vera rétt skref fyrir sig á þessum tíma en Rosengård, sem Sara Björk Gunnarsdóttir varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með, er lið sem ætlar alltaf að verða landsmeistari og vill ná langt í Meistaradeildinni. „Ég held að þetta sé akkurat rétt skref fyrir mig núna. Þetta er stórt félag með stærri tengingar og það hefur verið að búa til stóra leikmenn í gegnum árin. Sara Björk, Þóra og fleiri frábærir íslenskir leikmenn hafa spilað þarna þannig ég held að þetta sé frábær staður þar sem ég get haldið áfram að þróa minn leik og mun fá meiri áskorun og þarf að taka næsta skref,“ segir Glódís en talaði hún við Söru Björk um þetta? „Já, við ræddum aðeins um þetta og hún hjálpaði mér aðeins og gaf mér ráð,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir „Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Freyr Alexandersson er ánægður með skrefið sem Glódís Perla Viggósdóttir tók en hún gekk í raðir Rosengård í gær. 16. júlí 2017 12:30
Glódís Perla semur við Rosengård Glódís Perla Viggósdóttir hefur gengið til liðs við Rosengård í Svíþjóð. 15. júlí 2017 11:26