Roger Federer, tennisgoðsögnin frá Sviss, tryggði sér sigur í einstaklingsleik á Wimbledon-mótinu í tennis í dag með sigri á Marin Cilic í úrslitum en þetta er í áttunda skiptið sem Federer sigrar á þessu sögufræga móti.
Federer komst með því í efsta sæti yfir þá leikmenn sem hafa unnið flesta Wimbledon-titla í einstaklingskeppni hjá körlum, upp fyrir Pete Sampras og William Renshaw sem urðu Wimbledon-meistarar í sjö skipti.
Aðeins Martina Navratilova frá Tékklandi unnið titilinn oftar en hún bar sigur úr býtum á Wimbledon níu sinnum á ferlinum.
Náði hann einnig meti Serenu Williams yfir flesta sigurleiki á einu af risamótunum fjórum í tennis en þetta var 317. sigur hans á einu af risamótunum, einum sigurleik betur en Serena (316).
Eftir að hafa farið nokkuð auðveldlega í gegn um fyrstu leiki mótsins var búist við meiri mótspyrnu fyrir Federer þegar komið var í átta-manna úrslit en yfirburðir hans héldu áfram.
Bar hann sigur úr býtum gegn Milos Raonic og Tomas Berdych til að komast í úrslit þar sem hann mætti Marin Cilic frá Króatíu.
Vann hann fyrstu tvær loturnar nokkuð auðveldlega, 6-3 og 6-1 og var því Cilic kominn með bakið upp að vegg.
Federer átti nóg eftir á tankinum til að klára einvígið í þriðju lotu 6-4 og tryggja sér áttunda meistaratitilinn.
Náði hann með því að verða fyrsti karlkyns tenniskappinn sem sigrar á þessu móti í átta skipti.
Federer endurskrifaði sögubækurnar með sigri á Wimbledon
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti




„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn

„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn