Forsvarsmenn Game of Thrones hafa birt myndband þar sem farið er yfir sögu þáttanna hingað til. Kjörið til upprifjunnar fyrir sunnudagskvöldið. Þarna er farið yfir hvað allar helstu persónurnar hafa verið að bauka í sex þáttaröðum og óhætt er að segja að á sama tíma sé HBO að byggja upp smá spennu meðal aðdáenda þáttanna og bókanna.
Í myndbandinu bregður mörgum kunnulegum andlitum fyrir og mörg þeirra hafa jafnvel ekki sést um langt skeið. Það eru ansi margar persónur sem hafa verið drepnar.