Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 14:00 Eggert Ketilsson var yfirmaður leikmyndar kvikmyndarinnar Dunkirk. IMDB Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira