Íslendingur yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2017 14:00 Eggert Ketilsson var yfirmaður leikmyndar kvikmyndarinnar Dunkirk. IMDB Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Eggert Ketilsson, leikmyndahönnuður og brellusérfræðingur, er yfirmaður leikmyndar í stórmyndinni Dunkirk sem frumsýnd verður hér á landi þann 19. júlí næstkomandi. Kvikmyndin Dunkirk, sú nýjasta úr smiðju leikstjórans Christopher Nolan, fjallar um „Operation Dynamo,“ brottflutning hermanna Bandamanna við Dunkirk í Frakklandi í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var tekin upp í fyrrasumar, bæði við Dunkirk og í Los Angeles, en Eggert Ketilsson vann að leikmynd kvikmyndarinnar. Eggert hefur komið víða við í kvikmyndabransanum, bæði hér- og erlendis, ef eitthvað má marka IMDB-síðu hans. Hann hefur meðal annars unnið að brellugerð (e. special effects) við kvikmyndirnar Transformers: The Last Knight, Star Wars: The Force Awakens og Rouge One úr Stjörnustríðsseríunni, Thor: The Dark World og Journey to the Center of the Earth. Þá hafði hann yfirumsjón með leikmynd og öðrum sjón- og listrænum þáttum (e. art director) í kvikmyndinni Dunkirk og þáttaröðunum Sense8 og Halo: Nightfall. Dunkirk var heimsfrumsýnd í gær en með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira