Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína í júní Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 10:00 Íslendingar hafa tekið Costco opnum örmum en á móti hefur velta í öðrum verslunum dregist saman. VÍSIR/ANTON BRINK Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Það vekur athygli að bandaríski verslunarrisinn Costco, sem opnaði verslun í Garðabæ, er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaðnum fyrir komu Costco. Ástæðan er sú að Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að síðastliðin ár hafi vöxtur í dagvöruverslun verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú því nokkuð úr takti við þá þróun. Telur Rannsóknasetrið líklegt að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri því samdráttinn. Þá bendir Rannsóknasetrið á að athyglisvert sé að verð á dagvöru lækkar í hraðari takt undanfarna tvo mánuði en sést hefur um nokkuð langt skeið. „Verð á dagvöru var3,9% lægraí júní síðastliðnum ení júní í fyrrasamkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco.Þó velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3%að raunvirði, þ.e.þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingumá einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári síðan í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins en nánar má lesa um málið hér. Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53 Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Velta dagvöruverslana dróst saman um 3,6 prósent í júní frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Það vekur athygli að bandaríski verslunarrisinn Costco, sem opnaði verslun í Garðabæ, er ekki með í mælingunni heldur aðeins þær verslanir sem voru á markaðnum fyrir komu Costco. Ástæðan er sú að Costco veitti ekki upplýsingar um veltu sína þegar eftir því var leitað. Í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar segir að síðastliðin ár hafi vöxtur í dagvöruverslun verið nokkuð stöðugur og er samdrátturinn nú því nokkuð úr takti við þá þróun. Telur Rannsóknasetrið líklegt að Costco hafi klipið af markaðshlutdeild þeirra verslana sem fyrir voru á markaði og það skýri því samdráttinn. Þá bendir Rannsóknasetrið á að athyglisvert sé að verð á dagvöru lækkar í hraðari takt undanfarna tvo mánuði en sést hefur um nokkuð langt skeið. „Verð á dagvöru var3,9% lægraí júní síðastliðnum ení júní í fyrrasamkvæmt verðmælingu Hagstofunnar. Verðið í júní lækkaði um 1,1% frá mánuðinum á undan. Verðmæling Hagstofunnar nær ekki til verðlags í Costco.Þó velta dagvöruverslana hafi dregist saman að krónutölu þá jókst hún um 0,3%að raunvirði, þ.e.þegar leiðrétt hefur verið fyrir verðlagsbreytingumá einu ári. Þetta felur í sér að þótt veltan hafi dregist saman að nafnvirði er magn þess sem selt er nánast það sama og fyrir ári síðan í þeim dagvöruverslunum sem voru á markaði fyrir komu Costco,“ segir í tilkynningu Rannsóknasetursins en nánar má lesa um málið hér.
Costco Tengdar fréttir Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00 Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53 Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Mesti skellurinn vegna komu Costco hafi verið í júnímánuði Velta langflestra matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman eftir að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ í maí. Samdrátturinn er meiri en margir bjuggust við í upphafi. 8. júlí 2017 06:00
Verðkönnun ASÍ: Costco næst oftast með lægsta verðið Bandaríski verslunarrisinn Costco sem opnaði verslun í Kauptúni í Garðabæ í maí síðastliðnum var næst oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ en hafa ber í huga að einungis 23 af þeim 42 vörum sem skoðaðar voru í könnuninni fengust í Costco. 7. júlí 2017 16:53
Segir erfitt að bera saman verðlag Costco við aðrar búðir Vísaði Sigurlaug í nýafstaðinna verðkönnun sem gerð var í síðustu viku þar sem ferskvörur voru skoðaðar sérstaklega á milli verslana. 11. júlí 2017 17:42
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent