Tillögur um stórframkvæmdir í vegamálum koma fram fyrir haustið Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 19:30 Ráðast þarf í ýmsar vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu en einnig víðar um landið. Vísir/Ernir Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. Hann reiknar með að tillögur starfshóps um einkaframkvæmd og veggjöld á nokkrum stöðum liggi fyrir ekki síðar en í haust og hægt verði að ráðast í hluta framkvæmdanna strax á næsta ári. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur sagt að ef ríkissjóður einn ætti að standa undir öllum þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru í vegamálum gæti tekið áratugi að ljúka þeim.Jón, hvar standa þau mál, þú hefur verið með hugmyndir um að setja hluta af þessu í einkaframkvæmd? „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ segir Jón. Unnið hafi verið að því frá því í vetur að kortleggja fjárfrekar framkvæmdir eins og tvöföldun vega inn og út af höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður og tillögur ættu að liggja fyrir í lok sumars eða strax í haust og þá ætti huti stórframkvæmdanna að geta hafist á næsta ári. „Sumt af þeim verkefnum sem hér eru undir eru tilbúin til að fara í framkvæmdir. Það er búið að hanna og vinna mikla undirbúningsvinnu. Þannig að það blasir alveg við að ef samstaða næst um að fara þessa leið myndum við reyna að hefja framkvæmdir samkvæmt því að einhverju leyti strax á næsta ári,“ segir samgönguráðherra.Hundrað milljarða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Einkaframkvæmd þýðir að teknir yrðu upp vegtollar á þessum nýju samgöngumannvirkjum og þar er af nógu að taka. Ef fyrsti hluti Sundabrautar er talinn með segir Jón kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir vera um 100 milljarða en til samanburðar fari tíu milljarðar til nýframkvæmda í vegakerfinu á þessu ári. „Þá eru ótalin fjölmörg verkefni víða um land. Má nefna þar fyrir vestan Dýrafjarðargöng og Teigskóg sem eru verkefni fyrir á annan tug milljarða. Svo er það Dettifossvegur, Berufjarðarbotn, Hornafjarðarfljót, Skógarstrandarvegur og svo framvegis. Þetta hleypur á svo stórum upphæðum,“ segir Jón. Staðan sé sérstaklega hrópandi slæm á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mikil uppbygging eigi sér stað í atvinnulífi en vegir hafi setið á hakanum. „Og það verður ekki búið við þetta mikið lengur eins og staðan er þar,“ segir Jón. „En síðan horfum við á þetta út frá umferðaröryggismálum. Þá horfum við á þessa kafla í kring um höfuðborgarsvæðið sem eru slysamestu vegakaflarnir í vegakerfi okkar. Þannig að þjóðhagslegi ávinningurinn af því að fara þar í alvöru framkvæmdir er mjög brýnn. Þar ber að nefna tvöföldun Reykjanesbrautar, að klára það. Tvöföldun upp á Kjalarnesi og upp að göngum og síðan auðvitað á milli Hveragerðis og Selfoss. Þá þarf að fara að huga mjög fljótlega að nýrri brú yfir Ölfusá. Sú gamla þolir einfaldlega ekki þá umferð sem um hana fer orðið. Sérstaklega ekki þungaumferðina,“ segir Jón Gunnarsson. Samgöngur Teigsskógur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Samgönguráðherra segir brýnt að ráðast í mörg stór samgönguverkefni sem kosti tugi og jafnvel hundruð milljarða. Hann reiknar með að tillögur starfshóps um einkaframkvæmd og veggjöld á nokkrum stöðum liggi fyrir ekki síðar en í haust og hægt verði að ráðast í hluta framkvæmdanna strax á næsta ári. Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur sagt að ef ríkissjóður einn ætti að standa undir öllum þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru í vegamálum gæti tekið áratugi að ljúka þeim.Jón, hvar standa þau mál, þú hefur verið með hugmyndir um að setja hluta af þessu í einkaframkvæmd? „Verkefnin eru mjög stór og knýjandi. Það er alveg ljóst að ef við ætlum okkur að ná alvöru átaki á næstu fimm til tíu árum sem um munar til að ná í skottið á okkur í uppbyggingu í vegakerfinu munum við þurfa að leita að mínu mati eftir fjármagni annars staðar en úr ríkissjóði,“ segir Jón. Unnið hafi verið að því frá því í vetur að kortleggja fjárfrekar framkvæmdir eins og tvöföldun vega inn og út af höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður og tillögur ættu að liggja fyrir í lok sumars eða strax í haust og þá ætti huti stórframkvæmdanna að geta hafist á næsta ári. „Sumt af þeim verkefnum sem hér eru undir eru tilbúin til að fara í framkvæmdir. Það er búið að hanna og vinna mikla undirbúningsvinnu. Þannig að það blasir alveg við að ef samstaða næst um að fara þessa leið myndum við reyna að hefja framkvæmdir samkvæmt því að einhverju leyti strax á næsta ári,“ segir samgönguráðherra.Hundrað milljarða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Einkaframkvæmd þýðir að teknir yrðu upp vegtollar á þessum nýju samgöngumannvirkjum og þar er af nógu að taka. Ef fyrsti hluti Sundabrautar er talinn með segir Jón kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir vera um 100 milljarða en til samanburðar fari tíu milljarðar til nýframkvæmda í vegakerfinu á þessu ári. „Þá eru ótalin fjölmörg verkefni víða um land. Má nefna þar fyrir vestan Dýrafjarðargöng og Teigskóg sem eru verkefni fyrir á annan tug milljarða. Svo er það Dettifossvegur, Berufjarðarbotn, Hornafjarðarfljót, Skógarstrandarvegur og svo framvegis. Þetta hleypur á svo stórum upphæðum,“ segir Jón. Staðan sé sérstaklega hrópandi slæm á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mikil uppbygging eigi sér stað í atvinnulífi en vegir hafi setið á hakanum. „Og það verður ekki búið við þetta mikið lengur eins og staðan er þar,“ segir Jón. „En síðan horfum við á þetta út frá umferðaröryggismálum. Þá horfum við á þessa kafla í kring um höfuðborgarsvæðið sem eru slysamestu vegakaflarnir í vegakerfi okkar. Þannig að þjóðhagslegi ávinningurinn af því að fara þar í alvöru framkvæmdir er mjög brýnn. Þar ber að nefna tvöföldun Reykjanesbrautar, að klára það. Tvöföldun upp á Kjalarnesi og upp að göngum og síðan auðvitað á milli Hveragerðis og Selfoss. Þá þarf að fara að huga mjög fljótlega að nýrri brú yfir Ölfusá. Sú gamla þolir einfaldlega ekki þá umferð sem um hana fer orðið. Sérstaklega ekki þungaumferðina,“ segir Jón Gunnarsson.
Samgöngur Teigsskógur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira