Staðreyndir fyrir Hildi Knútsdóttur Heiðar Guðjónsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar. Hér eru nokkrar staðreyndir sem sýna villu Hildar: 1) Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Ísland er skýrasta dæmið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar færst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð. Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkvæmir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið. 2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þau skaðminni (olía og gas). 4) Olíu- og gasnotkun hefur tryggt afskekktum svæðum samgöngur, rafmagn og aðra innviði og stórbætt lífskjör almennings alls staðar. 5) Auðveldara er að bregðast við breytingum á veðri en að reyna að stjórna því. Lífskjarabatinn sem olíuvinnsla hefur fært heiminum eykur líkurnar á uppgötvun nýrra orkugjafa. Stjórnmálaflokkur Hildar Knútsdóttur, VG, veitti Eykon, Petoro og CNOOC vinnslu- og leitarleyfi á Drekasvæðinu. Fyrir því voru skýr rök enda vandfundinn öflugri hópur. Norska ríkisolíufélagið er reynslumesti leitar- og vinnsluaðili í Atlants- og Barentshafi og CNOOC einn sá reynslumesti og stærsti í Norðursjó. Bæði fyrirtækin eru efnahagslega í hópi þeirra burðugustu í heimi. Hvergi í heiminum hefur reynst farsælla að vinna orku en í norðri. Olíuvinnsla við Ísland verður ávallt öruggari en þar sem öryggis- og eftirlitsleysi ríkir. Íslendingar nota meiri olíu miðað við höfðatölu en Bandaríkjamenn. Olíuvinnsla hér við land yki sjálfbærni Íslendinga til mikilla muna. Öll rök, siðferðileg, umhverfisleg og efnahagsleg mæla með að olía og gas verði unnið við Ísland. Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðar Guðjónsson Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir „Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 6. júlí 2017 07:00 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hildur Knútsdóttir sendir mér tóninn í Fréttablaðinu 6. júlí. Hún segir mig, samstarfsmenn mína, ásamt norsku og kínversku ríkisolíufélögunum skorta siðferði í græðgi okkar. Hér eru nokkrar staðreyndir sem sýna villu Hildar: 1) Lífskjör almennings hafa aldrei batnað jafn hratt og eftir að olíuöldin hófst eftir miðja 19. öld. Ísland er skýrasta dæmið í þeim efnum. Vegna samgöngubyltingar alfarið í krafti olíu hafa lífsskilyrði þar færst frá að vera ein lökustu í Evrópu í fremstu röð. Notkun Íslendinga á olíu mun aukast með tíðari flug- og skipaferðum. Þeir flutningar eru hagkvæmir, stytta núverandi leiðir og minnka þannig mengun á heildina litið. 2) Olía og gas hafa komið í stað brennslu á viði, kolum, taði og öðru og þannig dregið stórkostlega úr mengun, slysum og sjúkdómum. 3) Parísarsáttmálinn segir ekki að láta beri olíu- og gaslindir óhreyfðar. Hann hvetur hins vegar til þess að mest mengandi kolefnin (lesist: kol) skuli ekki unnin heldur þau skaðminni (olía og gas). 4) Olíu- og gasnotkun hefur tryggt afskekktum svæðum samgöngur, rafmagn og aðra innviði og stórbætt lífskjör almennings alls staðar. 5) Auðveldara er að bregðast við breytingum á veðri en að reyna að stjórna því. Lífskjarabatinn sem olíuvinnsla hefur fært heiminum eykur líkurnar á uppgötvun nýrra orkugjafa. Stjórnmálaflokkur Hildar Knútsdóttur, VG, veitti Eykon, Petoro og CNOOC vinnslu- og leitarleyfi á Drekasvæðinu. Fyrir því voru skýr rök enda vandfundinn öflugri hópur. Norska ríkisolíufélagið er reynslumesti leitar- og vinnsluaðili í Atlants- og Barentshafi og CNOOC einn sá reynslumesti og stærsti í Norðursjó. Bæði fyrirtækin eru efnahagslega í hópi þeirra burðugustu í heimi. Hvergi í heiminum hefur reynst farsælla að vinna orku en í norðri. Olíuvinnsla við Ísland verður ávallt öruggari en þar sem öryggis- og eftirlitsleysi ríkir. Íslendingar nota meiri olíu miðað við höfðatölu en Bandaríkjamenn. Olíuvinnsla hér við land yki sjálfbærni Íslendinga til mikilla muna. Öll rök, siðferðileg, umhverfisleg og efnahagsleg mæla með að olía og gas verði unnið við Ísland. Höfundur er fjárfestir.
„Olíufundur gæti gjörbreytt Íslandi“ Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. júlí síðastliðinn segir Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, frá áformum Eykon Energy um að bora ekki eina heldur þrjár borholur á Drekasvæðinu til að freista þess að dæla upp olíu. Hann fullyrðir að ef olía finnist muni ríkið græða milljarða og enginn kostnaður muni falla á ríkissjóð. Við þetta er ýmislegt að athuga. 6. júlí 2017 07:00
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar