Forsendur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng verði ekki lengur fyrir hendi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2017 11:03 Gísli Gíslason og Jón Gunnarsson virðast nokkuð sammála um að hefja eigi gjaldtöku til þess að fjármagna þær miklu framkvæmdir sem eru fram undan. vísir/pjetur Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að forsendur fyrir áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöng ekki verða lengur fyrir hendi þegar Spölur afhendir ríkinu göngin á næsta ári, líkt og áætlanir gera ráð fyrir. Stjórnarformaður Spalar telur hins vegar líklegt að gjaldtöku verði framhaldið, hvort sem í Hvalfjarðargöngum eða annars staðar. „Það stefnir í það að þetta verði um mitt næsta ár sem þessi merkilegi áfangi verður þegar þjóðin fær afhent þessi Hvalfjarðargöng til eignar. [...] Í sjálfu sér finnst mér mikilvægt að slíkt gangi eftir og í sjálfu sér er ekkert annað í hyggju en að leggja það til að gjaldtökunni ljúki. Enda má segja að grundvöllur fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng sé þar með ekki lengur yfir hendi,“ segir Jón Gunnarsson, sem ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni á morgun.Nítján ár frá opnun Nítján ár voru í gær frá opnun Hvalfjarðarganga. Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að allar skuldir Spalar vegna ganganna yrðu greiddar árið 2018 og að í framhaldinu yrðu þau afhent ríkinu.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar og hafnarstjóri Faxaflóahafna.Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segir ljóst að ráðast þurfi í framkvæmdir í göngunum í ljósi stöðugrar umferðaraukningar. Þá muni umferð sömuleiðis aukast um að minnsta kosti 10 til 20 prósent verði gjaldið niðurfellt. „Umferðaraukningin kallar á nýtt mannvirki og þar er boltinn hjá ríkinu, hvað menn vilja gera. En nú er verið að ræða þetta í nefnd á vegum samgönguráðherra,“ segir Gísli, en hann situr í nefndinni sem um ræðir.Stór verkefni fram undan Jón Gunnarsson virðist sammála Gísla, en hann bendir á að umfangsmiklar framkvæmdir séu fram undan. Verkefnin séu það stór að leita þurfi leiða til þess að fjármagna þau með einum eða öðrum hætti, hvort sem um verði að ræða gjaldtöku eða annað. „Þetta er mjög einfalt í mínum huga. Forsendurnar fyrir gjaldtöku í Hvalfjarðargöng eru ekki fyrir hendi eftir að Spölur hefur greitt upp sínar skuldir vegna gerðar þeirra. Og síðan er það bara önnur ákvörðun hvort menn fara í gjaldtöku í önnur verkefni og tvöföldun ganganna gæti orðið hluti af því síðar,“ segir Jón. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira