Getur ekki notið góða veðursins vegna lyktarmengunar frá kísilverksmiðjunni í Helguvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 12:33 Leki varð í kælikerfi verksmiðju United Silicon í nótt og þurfti að slökkva á brennsluofni verksmiðjunnar vegna þess. Þegar það er gert verður lyktarmengun meiri. Vísir/Vilhelm Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar. United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Eva Dögg Sigurðardóttir, íbúi á Ægisvöllum í Reykajnesbæ, segir að ekki sé hægt að fara út í sólina og njóta góða veðursins í bænum vegna lyktarmengunar sem stafar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. Eva Dögg segir að hún hafi orðið vör við lyktina þegar hún ætlaði að fara út klukkan hálftíu í morgun og þá sé lyktin svo stæk að hún hafi þurft að loka gluggum heimilisins. „Ég er föst hérna inni í þessu góða veðri með þrjú börn og það er svona frekar slæmt að geta ekki farið út í garð í sólbað eða að leika þegar það er yfir 20 stiga hiti og sól. Þetta er svakalega vond lykt, bara algjör stybba, það er erfitt að lýsa henni en þetta er verri en sorpfýla. Það er frekar sorlegt að geta ekki notið góða veðursins heima hjá sér fyrir þessari lykt,“ segir Eva Dögg í samtali við Vísi. Einar Halldórsson, sérfræðingur í eftirlitsteymis Umhverfisstofnunar, segir að stofnuninni hafi borist tvær kvartanir í gær vegna verksmiðjunnar og tvær kvartanir í morgun. Hann hafði sent fyrirspurn til verksmiðjunnar þegar Vísir náði tali af honum og fékk reyndar svar á meðan hann var með blaðamann í símanum.Slökkt á ofninum klukkan sjö í morgun Í ljós kom að í nótt kom upp leki frá töppunarrennu sem og vatnsleki í kælikerfi verskmiðjunnar. Brennsluofninn var því keyrður á lægra álagi í nótt og svo alveg slökkt á honum klukkan sjö í morgun. Það hefur áhrif á lyktarmengun að sögn Einars. „Þannig að það passar að það sé meiri lyktarmengun en þetta ætti að vera tímabundið á meðan ofninn er að kæla sig niður. Afsosgshitastigið er nefnilega lægra og sérstaklega er þegar um ofnstopp er að ræða þá kemur meiri lykt,“ segir Einar. Þá bendir hann á að nú sé nánast logn á svæðinu eða hæg norðaustanátt við Helguvík. „Það er ákveðin áttleysa svo þetta mallar þarna í kringum verksmiðjuna en getur þó borist eitthvað yfir bæinn,“ segir Einar. Hann segir vinnu í gangi við það að koma brennsluofninum í gang og stefnt sé að því að hann verði gangsettur sem fyrst aftur. Þá eigi lyktin að hverfa. Einar bætir einnig við að fram að gærkvöldinu hafi verið lítið um kvartanir vegna verksmiðjunnar.
United Silicon Tengdar fréttir Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44 Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45 Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. 31. maí 2017 14:44
Kvörtunum hefur snarfækkað "Samkvæmt öllu þá á verksmiðjan að gera verið í sátt við umhverfi sitt og íbúa í hverfum í Reykjanesbæ ef ofninn verður á fullu álagi" 6. júní 2017 18:45
Stjórnendum United Silicon létt eftir fyrstu efnamælingarnar Engin skaðleg efni fundust í sýnum, sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu kísilversins þann 21. maí, sem gætu haft skaðleg áhrif á íbúa nærliggjandi svæða. 11. júlí 2017 07:00