Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. júlí 2017 13:00 Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19. MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Í beinni: Panathinaikos - Fiorentina | Íslendingar í Aþenu Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Sjá meira
Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00
Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30