Höfðu dreymt um að vinna með Jack White Guðný Hrönn skrifar 11. júlí 2017 10:30 Guðbjörgu Tómasdóttur og My Larsdotter höfðu dreymt um að vinna með Jack White. MYND/Jamie goodsell/AFP Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira
Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Sjá meira