Biðjast afsökunar á skorti á upplýsingagjöf vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaskjól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2017 18:11 Frá sýnatöku í fjörunni við Faxaskjól fyrir helgi. vísir/vilhelm Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“ Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Stjórnendur Veitna biðjast afsöknar á þeim óþægindum sem skortur á upplýsingagjöf til almennings vegna bilunar í skólpdælustöðinni við Faxaflóa hefur í haft í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum þar sem segir jafnframt að ljóst væri að Veitur hefðu mátt standa mun betur að upplýsingagjöf til almennings frá upphafi. Þá var í dag farið yfir verklag varðandi upplýsingagjöf til almennings þegar losa þarf skólp í sjó vegna viðhalds eða bilana en þar til komist verður fyrir bilunina munu Veitur senda tilkynningar til fjölmiðla um hvernig viðgerðinni miðar. Þá verður í framhaldinu upplýsingagjöf til almennings aukin þegar skólp fer í sjó við strendur. Ekki var tilkynnt um bilunina þegar hún kom upp því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni. Málið komst því ekki upp fyrr en greint var frá því í fjölmiðlum. Sú ákvörðun að greina ekki frá því að óhreinsað skólp flæddi út í sjó í marga daga hefur verið harðlega gagnrýnd en svæðið þar sem dælustöðin er er vinsælt útivistarsvæði. Í tilkynningu Veitna kemur fram að neyðarlúga dælustöðvarinnar sé enn lokuð og ekki standi til að opna hana fyrr en í fyrsta lagi síðar í vikunni þar sem verið er að undirbúa frekari aðgerðir. Enn lekur með lúgunni. „Staðfestar niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar frá 7. júlí sem birtar voru í dag eru vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni í kverkinni upp við dælustöðina austan megin. Austar við Ægissíðu reyndust sýnin undir viðmiðunarmörkum sem og vestan megin við dælustöðina,“ segir í tilkynningunni þar sem opnun neyðarlúgunnar síðasta mánuðinn eða svo er einnig rakin: „Yfirlit yfir opnun neyðarlúgu í Faxaskjóli 13. júní – 20. júní Neyðarloka tekin upp til viðgerðar vegna leka. Þegar lokan sett niður kemur í ljós að ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann. 20. júní – 26. júní Neyðarlúgan höfð lokuð. Aðgerðir undirbúnar. 26. júní – 5. júlí Neyðarlúga opnuð á meðan stillingar og prófanir fara fram. Ekki tekst að láta hana virka sem skildi, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 5. júlí – Neyðarlúgu lokað. Frekari aðgerðir eru í undirbúningi. Neyðarlúga hefur því verið opin í samtals um 17 daga frá 13. júní.“
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Skólpdælustöðin biluð í um mánuð Skólpdælustöðin í Faxaskjóli hefur verið biluð mun lengur en í tíu daga líkt og áður hefur verið haldið fram. 9. júlí 2017 16:26
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Lög um upplýsingarétt um umhverfismál kunna hafa verið brotin. 8. júlí 2017 14:22