Scalise útskrifaður af sjúkrahúsi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2017 23:28 Steve Scalise. Vísir/Getty Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Þingmaðurinn Steve Scalise hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Washington DC í Bandaríkjunum. Hann særðist alvarlega í skotárás sem beindist að þingmönnum í síðasta mánuði. Hann mun nú hefja umfangsmikla endurhæfingu vegna meiðsla sinna. Í tilkynningu frá MedStar sjúkrahúsinu segir að Scalise hafi náð góðum bata á þeim sex vikum sem hafa liðið frá skotárásinni. Hann segist hlakka til að komast aftur til vinnu sinnar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.Scalise og fjórir aðrir særðust þann 14. júní þegar maður hóf skothríð með riffli þar sem þingmenn Repúblikanaflokksins voru að æfa sig fyrir góðgerðarviðureign í hafnabolta. Maðurinn var skotinn til bana af lögregluþjónum, en hann hafði lýst yfir mikilli vanþóknun með Donald Trump og Repúblikanaflokkinn. Scalise var skotinn í mjöðmina en kúlan reif margar æðar, braut bein og skemmdi líffæri. Hann hefur þurft að ganga í gegnum margar skurðaðgerðir. Hann var á gjörgæslu þar til um mánaðamótin en var fluttur þangað aftur skömmu seinna þar sem óttast var að hann væri að fá sýkingu.Ótti um öryggi þingmanna jókst verulega eftir skotárásina. Þingmenn vinna nú í því að gera þeim mögulegt að nota þá fjármuni sem þeir fá til að reka skrifstofur sínar til þess að auka öryggi sitt, eins og til dæmis með því að setja upp öryggiskerfi á heimilum sínum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Gladdist yfir árásinni á Scalise Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. 25. júní 2017 13:52
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Scalise aftur kominn á gjörgæslu Steve Scalise særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í mjöðmina á hafnaboltaæfingu í Alexandriu þann 14. júní síðastliðinn. 6. júlí 2017 11:18