Sif: Mér finnst við ekki hafa setið eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2017 22:21 Mamma fékk knús eftir leik. Sif Atladóttir með dóttur sinni. Vísir/Getty Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. „Mér fannst þetta verða 50-50 leikur en svo fáum við á okkur tvö mörk með stuttu millibili og eftir það var þetta erfitt. Þetta klikkaði bara hjá okkur í dag,“ sagði Sif í viðtali við íslenska fjölmiðlamenn eftir leikinn en er hún ekki fúl að enda mótið á svona skelli. „Við erum allar mjög svekktar en hvað á maður að segja. Við töpuðum þessu en svona eru íþróttirnar.Stundum virkar þetta og stundum ekki og þetta gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði Sif. „Ég vil bara þakka fyrir stuðninginn. Þetta var algjörlega mót okkar stuðningsmanna og ég vil bara þakka þeim og ykkur fjölmiðlamönnum fyrir. Það hefur verið frábær umfjöllun og stuðningsmennirnir hafa fylgt okkur. Það er alveg klárt að við komum sterkari til baka,“ sagði Sif. „Þetta var ekki alveg eins og við vorum búin að teikna þetta upp. Við vissum að öll liðin í riðlinum eru sterk og kvennaknattspyrnan hefur tekið þvílíkt stökk á síðustu fjórum árum. Við vissum hvað við vorum að fara út í. Því miður eru þetta smáatriði sem eru að klikka,“ sagði Sif. „Við bara bætum okkur, stöndum saman sem lið. Við þurfum núna bara að spyrna okkur upp frá botninum og undirbúa okkur fyrir haustið,“ sagði Sif. Íslenska liðið komst í átta liða úrslitin á EM fyrir fjórum árum en tapaði nú öllum þremur leikjunum sínum. „Mér finnst við ekki hafa setið eftir. Það eru smáatriði sem klikka en mér finnst við vera þarna uppi. Nú þurfum við bara aðeins að lagfæra okkar leik örlítið en við erum þarna. Við áttum frábæran leik á móti Frökkum og mér fannst við vera í leiknum á móti Sviss,“ sagði Sif. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira
Sif Atladóttir, miðvörður íslenska liðsins, gaf að venju allt sitt í leikinn en gat ekki komið í veg fyrir 3-0 tap á móti Austurríki í lokaleik íslenska liðsins á EM í Hollandi. „Mér fannst þetta verða 50-50 leikur en svo fáum við á okkur tvö mörk með stuttu millibili og eftir það var þetta erfitt. Þetta klikkaði bara hjá okkur í dag,“ sagði Sif í viðtali við íslenska fjölmiðlamenn eftir leikinn en er hún ekki fúl að enda mótið á svona skelli. „Við erum allar mjög svekktar en hvað á maður að segja. Við töpuðum þessu en svona eru íþróttirnar.Stundum virkar þetta og stundum ekki og þetta gekk ekki hjá okkur í dag,“ sagði Sif. „Ég vil bara þakka fyrir stuðninginn. Þetta var algjörlega mót okkar stuðningsmanna og ég vil bara þakka þeim og ykkur fjölmiðlamönnum fyrir. Það hefur verið frábær umfjöllun og stuðningsmennirnir hafa fylgt okkur. Það er alveg klárt að við komum sterkari til baka,“ sagði Sif. „Þetta var ekki alveg eins og við vorum búin að teikna þetta upp. Við vissum að öll liðin í riðlinum eru sterk og kvennaknattspyrnan hefur tekið þvílíkt stökk á síðustu fjórum árum. Við vissum hvað við vorum að fara út í. Því miður eru þetta smáatriði sem eru að klikka,“ sagði Sif. „Við bara bætum okkur, stöndum saman sem lið. Við þurfum núna bara að spyrna okkur upp frá botninum og undirbúa okkur fyrir haustið,“ sagði Sif. Íslenska liðið komst í átta liða úrslitin á EM fyrir fjórum árum en tapaði nú öllum þremur leikjunum sínum. „Mér finnst við ekki hafa setið eftir. Það eru smáatriði sem klikka en mér finnst við vera þarna uppi. Nú þurfum við bara aðeins að lagfæra okkar leik örlítið en við erum þarna. Við áttum frábæran leik á móti Frökkum og mér fannst við vera í leiknum á móti Sviss,“ sagði Sif.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Sjá meira