Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Elías Orri Njarðarson skrifar 26. júlí 2017 21:25 Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt eftir 3-0 tap á móti Austurríki í kvöld, á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi. Ísland hafði tapað báðum leikjunum sínum í riðlinum fyrir þennan leik og hún sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn í kvöld hafði verið erfiður. „Undirbúningurinn fyrir þennan leik er búinn að vera erfiður og andlega hefur þetta verið örugglega erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið. Við fáum á okkur klaufalegt mark og við vorum sjálfar búnar að vera í sénsum. Þetta er svolítið þungt högg og við náðum ekki að stíga upp eftir það,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í samtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir tapið gegn Austurríki í kvöld. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, myndaði hring með leikmönnum eftir leikinn og stappaði í þær stálinu. „Hann var bara að segja sannleikann. Við gerðum allt sem við gátum, við erum búnar að leggja okkur allar fram, við erum margar hverjar búnar að stíga algjörlega útfyrir allan þægindarramma og höfum lagt allt í sölurnar og það er bara ekki hægt að kvarta yfir því. Þetta var bara ekki okkar mót og það er bara þannig. Við gerðum allt og við megum ekki hengja okkur á því,“ sagði Harpa. Margt gott var að finna í leik Íslands á mótinu, leikurinn á móti Frakklandi var mjög góður en hvað er það sem er að klikka hjá liðinu? „Mér fannst Frakkaleikurinn óaðfinnanlegur að okkar hálfu, það er ekkert þar sem við hefðum getað gert öðruvísi eða við hefðum getað gert betur. Það er svo erfitt núna að segja nákvæmlega hvað það er sem klikkar en við verðum klárlega að halda betur í boltann og spila betur sóknarlega. Það er bara þannig. Liðið er búið að taka framförum en við erum ekki komnar lengra, við erum búnar að gera allt sem að við gátum og við göngum hérna frá þessu móti gríðarlega stoltar af því sem að við lögum fram,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30 Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Ítalski dómarinn mun ekkert trufla Frey gegn Austurríki Þetta er ekkert persónulegt gagnvart þessari ágætu konu, segir Freyr Alexandersson. 26. júlí 2017 08:30
Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Stelpurnar okkar mæta Austurríki í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu 2017. Sama hvað gerist í Kastalanum í Rotterdam – íslenska liðið er á heimleið. Stelpurnar ætla sér sigur og að yfirgefa Holland með stolti. 26. júlí 2017 06:00
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30