Þjóðhátíð í Eyjum: Vilja taka bát eins og Akranes á leigu eftir synjun Samgöngustofu Atli Ísleifsson skrifar 26. júlí 2017 21:30 Bæjarstjórinn Elliði Vignisson segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Vísir/Eyþór/Anton Brink Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum. Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sendi í dag erindi til Samgöngustofu þar sem hann sækist eftir heimild fyrir siglingu báts, af sömu tegund og báturinn Akranes, milli lands og Eyja dagana í kringum Þjóðhátíð. Kannar bærinn nú möguleikann á að taka slíkan bát á leigu til að koma fleiri gestum til Vestmannaeyja um verslunarmannahelgi. Akranes hefur verið í tilraunasiglingum milli Reykjavíkur og Akraness í sumar, en Vestmannaeyjabær sótti nýverið um tímabundna undanþágu hjá Samgöngusorfu til að báturinn gæti siglt á milli lands og Eyja í kringum Þjóðhátíð. „Við fengum neitun frá Samgöngustofu sem við eigum mjög erfitt með að skilja þar sem hafsvæðið milli lands og Eyja er C-hafsvæði, eins og hafsvæðið milli Akraness og Reykjavíkur. Ég kannaði því í dag möguleikann á að leigja nákvæmlega eins bát, „tvíbyttnu“, og fá heimild frá Samgöngustofu til að sigla á eins hafsvæði og Akranesið er að sigla í dag. Ég hlýt að ganga út frá því að jafnræði gildi og við fáum þessa heimild,“ segir Elliði.Vilja svör fyrir hádegi á morgun Elliði segir starfsmenn sveitarfélagsins hafa verið í sambandi við skipamiðlara og að verið sé að kanna möguleikann á leigu á bát frá Norðurlöndum. Hafi hann fengið þau svör að líklegt sé að hægt verði að fá eins bát leigðan þessa daga sem um ræðir. Elliði segist hafa sent erindi á sex starfsmenn Samgöngustofu í dag, en ekki fengið nein svör enn sem komið er. „Ég hef reyndar fengið þrjú sjálfvirk svör frá þremur þeirra sem eru í sumarfríi. Erindið er brýnt. Þjóðhátíð er ekki um þessa helgi heldur næstu og þyrfti báturinn að vera kominn hingað eftir viku. Þess vegna óskum við eftir því að erindinu verði svarað fyrir hádegi á morgun. Ég sendi einnig afrit á samgönguráðherra og starfsmenn í samgönguráðuneytinu. Ef Samgöngustofa er það illa mönnuð að ekki sé hægt að svara þessu fyrir hádegi, hlýtur samgönguráðuneytið að grípa inn í.“Vilja auka þjónustu Bæjarstjórinn segir að Þjóðhátíð stefni nú í að verða sú stærsta frá upphafi. Bæði sé mikið af bókunum og mikið af fyrirspurnum. „Svo erum við ekki bara að leitast eftir að fjölga gestum heldur einnig að auka þjónustuna við þá. Þjóðhátíð hefur breyst mikið á skömmum tíma. Gestir eru orðnir mikið prúðbúnari – núverandi kynslóð er einfaldlega betri en sú sem ég tilheyri. Kröfurnar sem við gerum til okkar eru meðal annars að gestir geti ferðast á þeim tíma sem það vill. Ef gestir vilja koma til Eyja á föstudegi og fara aftur heim á mánudegi þá viljum við geta mætt slíku. Þetta snýst ekki bara um að koma fleirum á hátíðina heldur að auka þjónustuna og ferðafrelsi gesta okkar.“Ertu bjartýnn á að það takist að fá þennan bát leigðan?„Ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum nokkur stjórnvöld gæti neitað okkur um að fá eins skip á sama hafsvæði og þeir hafa þegar veitt heimild fyrir,“ segir Elliði að lokum.
Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira