Eliza segir svolítið mikinn Magnús Magnús Magnússon í Guðna Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 17:26 Eliza og Guðni eru í landsliðstreyjum merktum númer 17 og 20 og nöfnum sínum. Þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Vísis í Rotterdam. Vísir/Tom „Við erum búin að vera næstum því í tvær vikur. Þetta er okkar sumarfrí. Við vorum eina viku i Hollandi og gistum núna í Brussel í Belgíu. Erum núna með tvö börn en vorum hér með öll fjögur áður. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. Eliza var á stuðningsmannavæðinu í Rotterdam í dag ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og tveimur börnum af fjórum. Þar söfnuðust Íslendingar saman til að hita upp fyrir leikinn gegn Austurríki á EM í Hollandi.Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptöku frá útsendingunni neðst í fréttinni. Viðtalið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur.Guðni heimsótti hótel landsliðsins á dögunum og tók þess epísku sjálfu. Á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ.Forseti ÍslandsEinstök upplifun Eliza útskýrði ástæðu þess að þau ákváðu að verja sumarfríinu í Hollandi. „Guðna finnst alltaf svo gaman að koma og fylgjast með íþróttum. Hollandi er svo fjölskylduvænn staður. Það passaði svo vel að vera hérna í nokkrar vikur með börnin. Þetta er búið að vera yndislegt.“ Þau Guðni Eliza segir einstakt að fá að upplifa þann stuðning sem hefur verið í stúkunni á leikjum Íslands hingað til. „Pabbi minn er hér í heimsókn líka og bróðir minn. Þeir voru aðeins að upplifa það líka. En þetta er mjög einstakt, svo margir frá Íslandi hér og allir að hrósa stelpunum okkar. Allir standa og klappa fyrir stelpunum okkar þegar leikirnir eru búnir, hvort sem við vinnum eða ekki. Það skiptir ekki máli. Það taka allir þátt og eru stoltir,“ sagði Eliza í blíðunni í Rotterdam.Margir vildu ræða við þau Guðna og Elizu á stuðningsmannasvæðinu í dag. Þau gáfu sér smá tíma til að fara yfir málin með Vísi.Vísir/TomHöfðatölusamanburður óþarfur Guðni tók undir orð konu sinnar. „Það er gaman að sjá hvað eru margir hérna. Allir mjög jákvæðir og stoltir af sínum stelpum. Nú bara vonumst við eftir góðum úrslitin,“ sagði Guðni. Um leið gengu eldhressir stuðningsmenn Austurríkis framhjá en þeir voru í miklum minnihluta á stuðningsmannasvæðinu í dag. „Ég held við getum talið þá nánast á fingrum annarrar handar, með fullri virðingu fyrir Austurríkismönnum,“ sagði Guðni. „Það sem er skemmtilegt hérna er að við höfum ekki þurft að grípa til gömlu góðu höfðatölunnar einu sinni til að benda á það hvað við höfum stutt vel við bakið á landsliðinu. Það er gaman að geta átt þetta. Gengi í íþróttum segir ekki endilega allt um gæði samfélags en leyfum okkur þó að njóta að eiga flott íþróttafólk sem ber hróður landsins víða. Það er bara flott. Við eigum að fagna því.“Guðni var mættur snemma í stúkuna ásamt börnum sínum og eiginkonu, Elizu Reid á leik Íslands og Sviss.Vísir/VilhelmLeyfa krökkunum að upplifa EM eins og annað fólk Það hefur vakið athygli á Íslandi og víðar að Guðni og Eliza sitja á meðal almennings á leikjum Íslands, eru klædd í landsliðsbúninginn. Guðni númer 20 og Eliza númer 17. Hann var spurður hvort enginn tæki því illa að þau væru ekki í VIP-stúkunni svokölluðu heldur meðal almennings. „Ég hef verið að ítreka það að það eru aðrir sem koma hingað fyrir Íslands hönd og hafa ákveðnum skyldum að gegna og erum þá á sínum stað á þessum ágæta velli. Við erum bara hérna í fríi, erum með krakkana líka og viljum að þau fái að upplifa þetta eins og annað fólk,“ sagði Guðni. „Auðvitað er það þannig að forráðamenn knattspyrnusambands, ráðherrar, ráðamenn og fleiri þurfa að gegna sínum skyldum. Og það koma leikir þar sem ég verð á mínum stað í stúku og heilsa upp á ráðamenn ríkja. Þetta er ekkert annað en það að mig langar til að njóta leiksins.“Karakterinn Magnús Magnús Magnússon sló í gegn í áramótaskaupinu og hefur troðið upp á skemmtunum hér og þar síðan.RÚVStressaður fyrir víkingaklappinu Guðni segist ætla að taka vel undir í leiknum á eftir eins og hinum tveimur. „Já, ég ætla að gera það og taka líka víkingaklappið,“ sagði Guðni en viðurkenndi að hann væri aðeins stressaður fyrir því. Hann ætti þó ekki að þurfa þess enda öllu vanur, bæði tekið víkingaklappið með nemendum í Kvennaskólanum og grænlenskum börnum á Bessastöðum. „Það er smá Magnús Magnús Magnússon í mér,“ sagði Guðni og vísaði til karakters úr áramótaskaupi sjónvarpsins. Magnús Magnús Magnússon getur ekki tímasett klöppin sín rétt í víkingaklappinu. Eliza heyrði í manni sínum og hafði smá við orð hans að bæta. „Ég verð að bæta því við að það er svolítið mikill Magnús Magnús Magnússon í honum.“Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptökuna hér að neðan. Spjallið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Við erum búin að vera næstum því í tvær vikur. Þetta er okkar sumarfrí. Við vorum eina viku i Hollandi og gistum núna í Brussel í Belgíu. Erum núna með tvö börn en vorum hér með öll fjögur áður. Þetta er ótrúlega gaman,“ segir forsetafrúin Eliza Reid. Eliza var á stuðningsmannavæðinu í Rotterdam í dag ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og tveimur börnum af fjórum. Þar söfnuðust Íslendingar saman til að hita upp fyrir leikinn gegn Austurríki á EM í Hollandi.Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptöku frá útsendingunni neðst í fréttinni. Viðtalið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur.Guðni heimsótti hótel landsliðsins á dögunum og tók þess epísku sjálfu. Á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Þorvald Ingimundarson, starfsmann KSÍ, Margréti Ákadóttur liðsstjóra, Óskar Örn Guðbrandsson fjölmiðlafulltrúa, Ásmund Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfara, Arnar Sigurðsson lækni, Víði Reynisson öryggisfulltrúa auk þeirra Ragnhildar Skúladóttur landsliðsnefndarkonu og Guðrúnu Ingu Sívertsen, varaformann KSÍ.Forseti ÍslandsEinstök upplifun Eliza útskýrði ástæðu þess að þau ákváðu að verja sumarfríinu í Hollandi. „Guðna finnst alltaf svo gaman að koma og fylgjast með íþróttum. Hollandi er svo fjölskylduvænn staður. Það passaði svo vel að vera hérna í nokkrar vikur með börnin. Þetta er búið að vera yndislegt.“ Þau Guðni Eliza segir einstakt að fá að upplifa þann stuðning sem hefur verið í stúkunni á leikjum Íslands hingað til. „Pabbi minn er hér í heimsókn líka og bróðir minn. Þeir voru aðeins að upplifa það líka. En þetta er mjög einstakt, svo margir frá Íslandi hér og allir að hrósa stelpunum okkar. Allir standa og klappa fyrir stelpunum okkar þegar leikirnir eru búnir, hvort sem við vinnum eða ekki. Það skiptir ekki máli. Það taka allir þátt og eru stoltir,“ sagði Eliza í blíðunni í Rotterdam.Margir vildu ræða við þau Guðna og Elizu á stuðningsmannasvæðinu í dag. Þau gáfu sér smá tíma til að fara yfir málin með Vísi.Vísir/TomHöfðatölusamanburður óþarfur Guðni tók undir orð konu sinnar. „Það er gaman að sjá hvað eru margir hérna. Allir mjög jákvæðir og stoltir af sínum stelpum. Nú bara vonumst við eftir góðum úrslitin,“ sagði Guðni. Um leið gengu eldhressir stuðningsmenn Austurríkis framhjá en þeir voru í miklum minnihluta á stuðningsmannasvæðinu í dag. „Ég held við getum talið þá nánast á fingrum annarrar handar, með fullri virðingu fyrir Austurríkismönnum,“ sagði Guðni. „Það sem er skemmtilegt hérna er að við höfum ekki þurft að grípa til gömlu góðu höfðatölunnar einu sinni til að benda á það hvað við höfum stutt vel við bakið á landsliðinu. Það er gaman að geta átt þetta. Gengi í íþróttum segir ekki endilega allt um gæði samfélags en leyfum okkur þó að njóta að eiga flott íþróttafólk sem ber hróður landsins víða. Það er bara flott. Við eigum að fagna því.“Guðni var mættur snemma í stúkuna ásamt börnum sínum og eiginkonu, Elizu Reid á leik Íslands og Sviss.Vísir/VilhelmLeyfa krökkunum að upplifa EM eins og annað fólk Það hefur vakið athygli á Íslandi og víðar að Guðni og Eliza sitja á meðal almennings á leikjum Íslands, eru klædd í landsliðsbúninginn. Guðni númer 20 og Eliza númer 17. Hann var spurður hvort enginn tæki því illa að þau væru ekki í VIP-stúkunni svokölluðu heldur meðal almennings. „Ég hef verið að ítreka það að það eru aðrir sem koma hingað fyrir Íslands hönd og hafa ákveðnum skyldum að gegna og erum þá á sínum stað á þessum ágæta velli. Við erum bara hérna í fríi, erum með krakkana líka og viljum að þau fái að upplifa þetta eins og annað fólk,“ sagði Guðni. „Auðvitað er það þannig að forráðamenn knattspyrnusambands, ráðherrar, ráðamenn og fleiri þurfa að gegna sínum skyldum. Og það koma leikir þar sem ég verð á mínum stað í stúku og heilsa upp á ráðamenn ríkja. Þetta er ekkert annað en það að mig langar til að njóta leiksins.“Karakterinn Magnús Magnús Magnússon sló í gegn í áramótaskaupinu og hefur troðið upp á skemmtunum hér og þar síðan.RÚVStressaður fyrir víkingaklappinu Guðni segist ætla að taka vel undir í leiknum á eftir eins og hinum tveimur. „Já, ég ætla að gera það og taka líka víkingaklappið,“ sagði Guðni en viðurkenndi að hann væri aðeins stressaður fyrir því. Hann ætti þó ekki að þurfa þess enda öllu vanur, bæði tekið víkingaklappið með nemendum í Kvennaskólanum og grænlenskum börnum á Bessastöðum. „Það er smá Magnús Magnús Magnússon í mér,“ sagði Guðni og vísaði til karakters úr áramótaskaupi sjónvarpsins. Magnús Magnús Magnússon getur ekki tímasett klöppin sín rétt í víkingaklappinu. Eliza heyrði í manni sínum og hafði smá við orð hans að bæta. „Ég verð að bæta því við að það er svolítið mikill Magnús Magnús Magnússon í honum.“Vísir var í beinni útsendingu frá Rotterdam og ræddi við forsetahjónin og má sjá upptökuna hér að neðan. Spjallið við Elizu og Guðna hefst eftir tæplega 17 mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira