Mannréttindabrot í boði okkar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun