Aleksandra passar upp á stelpurnar okkar Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 10:30 Aleksandra stendur vaktina hjá kvennalandsliðinu í Hollandi. Hér fylgist hún með æfingu stelpnanna á dögunum. Vísir/Tom Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
Aleksandra Janina Wójtowicz er ekki þekktasta nafnið í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Eðlilega, enda spilar hún ekki með því þótt óhætt sé að segja að hún gegni mikilvægu hlutverki í EM hópnum úti í Hollandi. Aleksandra hefur fylgt stelpunum okkar eftir af þeirri ástæðu að hún er öryggisfulltrúi landsliðsins. Hún er pólsk að uppruna en talar reiprennandi íslensku. Hún hefur búið á Íslandi í yfir áratug. „Hlutverk okkar er að tryggja öryggi allsl hópsins, leikmanna, þjálfara og starfsmanna,“ segir Aleksandra í samtali við Vísi. Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sem áður starfaði hjá almannavörnum, hefur gegnt þessu hlutverki hjá landsliðum Íslands undanfarin misseri. „Víðir er algjör meistari,“ segir Aleksandra. Víðir stóð vaktina í kringum fyrsta leikinn gegn Frakklandi en svo kom Aleksandra út til Hollands og þau unnu saman í kringum leikinn gegn Sviss. Nú stendur Aleksandra vaktina ein. Víðir Reynisson, til hægri, ásamt landsliðskonunum Sif Atladóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur fyrir blaðamannafund í aðdraganda leiksins gegn Sviss í Doetinchem.Vísir/Kolbeinn Tumi„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Aleksandra sem starfar sem lögreglufulltrúi hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Ekkert hafi komið upp. „Ekki hingað til.“Hún segist hafa áhuga á fótboltanum en svo sé um krefjandi og skemmtilegt verkefni að ræða. Hún sé vön því að vinna í samvinnu við erlend lögregluyfirvöld hjá alþjóðadeildinni. Hér úti vinnur hún náið með lögregluyfirvöldum þar sem er metið hvort grípa þurfi til aðgerða í kringum leikina sjálfa.Hún segir gaman að vinna í kringum stelpurnar og það sé ekkert vesen á þeim.„Þær eru frábærar.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira