Stelpurnar okkar ætla að njóta síðustu stundanna á EM Tómas Þór Þórðarson í Rotterdam skrifar 26. júlí 2017 06:00 Landsliðsstelpurnar okkar voru mjög hressar á æfingu í Rotterdam í gær og virðast vera búnar að vinna sig út úr vonbrigðum laugardagsins. Vísir/Tom „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu daganna.“ Þetta voru lokaorð landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í Kastalanum í Rotterdam í gær en á þeim velli mæta stelpurnar okkar Austurríki í lokaleik sínum á EM 2017 í fótbolta. Sama hvernig fer í kvöld er íslenska liðið á heimleið og því aðeins stoltið undir. Fyrirliðinn komst vel að orði. Svekkelsið er auðvitað mikið enda var stefnan að sjálfsögðu sett á að komast upp úr riðlinum. Sá draumur dó í Doetinchem fyrir þremur dögum og nú er bara að komast yfir það og einbeita sér að síðasta leiknum. Það hefur reynst þrautinni þyngri viðurkennir Sara.Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og Dagný Brynjarsdóttir brosmild á æfingunni í gær.Vísir/TomÆtla sér sigur „Dagurinn á eftir var erfiðastur þegar maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en samt raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hver aðra upp. Það er komin meiri gleði og við erum byrjum byrjaðar að styðja meira hver við aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ segir Sara Björk. Hún fékk högg í leiknum á móti Sviss og virtist um tíma vera á leið út af en harkaði það af sér og kláraði leikinn. Sara ætlar að leiða íslenska liðið í síðasta sinn út á völlinn á morgun og þó aðeins stoltið sé undir fyrir stelpurnar er það meira en nóg fyrir þær. Þær eru stoltar og vilja gera þjóðina stolta af þeim. „Andlega standið er, ef ég tala fyrir sjálfa mig, bara fínt. Ég er tilbúin í leikinn á morgun. Þetta er búið að vera erfitt eftir töpin en við viljum ganga frá þessu móti stoltar og með sigur, það er alveg á hreinu. Við munum gera okkar besta á morgun og skilja allt eftir á vellinum,“ segir Sara Björk sem hefur verið í meðhöndlun undanfarna daga. „Mér líður bara vel. Ég er búin að vera í góðum höndum hjá okkar frábæru sjúkraþjálfurum og er bara í standi en er tilbúin í leikinn. Ég fékk nokkur högg á móti Sviss en það er búið að hlúa vel að mér þannig að mér líður bara vel.“Ætli Sandra María Jessen fái tækifæri í kvöld?Vísir/TomHversu mikil orka? Freyr Alexandersson mun væntanlega gera einhverjar breytingar á byrjunarliðinu þrátt fyrir að stefnan sé að vinna leikinn á morgun. Stelpurnar æfðu eftir blaðamannafundinn í gær klukkan korter í sex að staðartíma og þá var enn ekki ljóst hvaða ellefu ganga út á völlinn í kvöld. „Það er ekki búið að tilkynna byrjunarliðið og ekki heldur búið að ákveða það þannig að það er smá púsluspil. Bæði út frá líkamlegu ástandi og hvernig leikmenn eru stemmdir og hvernig andlegt ástand er á þeim. Við sjáum það endanlega á þeim eftir æfinguna,“ segir Freyr en leikmenn hafa lagt mikið á sig og endurheimtin því erfið. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðir líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Allir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja. Hversu ferskur þú ert í höfðinu til að ná í þá orku sem er til staðar,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Katrín á toppnum í fötuáskorun UEFA á EM Landsliðskonurnar Katrín Ásbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru fulltrúar íslenska landsliðsins í "Bucket challenge" UEFA meðal liðanna sextán sem taka þátt í EM kvenna í fótbolta í Hollandi. 25. júlí 2017 22:30 Stelpurnar spila í Kastalanum þar sem mávurinn var skotinn niður | Myndband Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað á á velli Spörtu í Rotterdam. 25. júlí 2017 14:00 Athyglin verið áskorun fyrir Ingibjörgu sem ætlar sér í atvinnumennsku Það var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli, segir Ingibjörg. 25. júlí 2017 15:35 Svona var blaðamannafundurinn með Frey, Ingibjörgu og Söru Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 25. júlí 2017 14:30 Sjúkrateymið gert kraftaverk í Hollandi Óvissa er með byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun. 25. júlí 2017 15:21 Frábært að þurfa ekki að þrífa upp eftir sig Ingibjörg Sigurðardóttir fékk blaðamenn á Evrópumótinu til að skella upp úr þegar hún var beðin um að lýsa því hvers hún ætti eftir að sakna að loknu Evrópumótinu. 25. júlí 2017 16:15 Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? 25. júlí 2017 19:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira
„Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu daganna.“ Þetta voru lokaorð landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur á blaðamannafundi íslenska liðsins í Kastalanum í Rotterdam í gær en á þeim velli mæta stelpurnar okkar Austurríki í lokaleik sínum á EM 2017 í fótbolta. Sama hvernig fer í kvöld er íslenska liðið á heimleið og því aðeins stoltið undir. Fyrirliðinn komst vel að orði. Svekkelsið er auðvitað mikið enda var stefnan að sjálfsögðu sett á að komast upp úr riðlinum. Sá draumur dó í Doetinchem fyrir þremur dögum og nú er bara að komast yfir það og einbeita sér að síðasta leiknum. Það hefur reynst þrautinni þyngri viðurkennir Sara.Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og Dagný Brynjarsdóttir brosmild á æfingunni í gær.Vísir/TomÆtla sér sigur „Dagurinn á eftir var erfiðastur þegar maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en samt raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hver aðra upp. Það er komin meiri gleði og við erum byrjum byrjaðar að styðja meira hver við aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ segir Sara Björk. Hún fékk högg í leiknum á móti Sviss og virtist um tíma vera á leið út af en harkaði það af sér og kláraði leikinn. Sara ætlar að leiða íslenska liðið í síðasta sinn út á völlinn á morgun og þó aðeins stoltið sé undir fyrir stelpurnar er það meira en nóg fyrir þær. Þær eru stoltar og vilja gera þjóðina stolta af þeim. „Andlega standið er, ef ég tala fyrir sjálfa mig, bara fínt. Ég er tilbúin í leikinn á morgun. Þetta er búið að vera erfitt eftir töpin en við viljum ganga frá þessu móti stoltar og með sigur, það er alveg á hreinu. Við munum gera okkar besta á morgun og skilja allt eftir á vellinum,“ segir Sara Björk sem hefur verið í meðhöndlun undanfarna daga. „Mér líður bara vel. Ég er búin að vera í góðum höndum hjá okkar frábæru sjúkraþjálfurum og er bara í standi en er tilbúin í leikinn. Ég fékk nokkur högg á móti Sviss en það er búið að hlúa vel að mér þannig að mér líður bara vel.“Ætli Sandra María Jessen fái tækifæri í kvöld?Vísir/TomHversu mikil orka? Freyr Alexandersson mun væntanlega gera einhverjar breytingar á byrjunarliðinu þrátt fyrir að stefnan sé að vinna leikinn á morgun. Stelpurnar æfðu eftir blaðamannafundinn í gær klukkan korter í sex að staðartíma og þá var enn ekki ljóst hvaða ellefu ganga út á völlinn í kvöld. „Það er ekki búið að tilkynna byrjunarliðið og ekki heldur búið að ákveða það þannig að það er smá púsluspil. Bæði út frá líkamlegu ástandi og hvernig leikmenn eru stemmdir og hvernig andlegt ástand er á þeim. Við sjáum það endanlega á þeim eftir æfinguna,“ segir Freyr en leikmenn hafa lagt mikið á sig og endurheimtin því erfið. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðir líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Allir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja. Hversu ferskur þú ert í höfðinu til að ná í þá orku sem er til staðar,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Katrín á toppnum í fötuáskorun UEFA á EM Landsliðskonurnar Katrín Ásbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru fulltrúar íslenska landsliðsins í "Bucket challenge" UEFA meðal liðanna sextán sem taka þátt í EM kvenna í fótbolta í Hollandi. 25. júlí 2017 22:30 Stelpurnar spila í Kastalanum þar sem mávurinn var skotinn niður | Myndband Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað á á velli Spörtu í Rotterdam. 25. júlí 2017 14:00 Athyglin verið áskorun fyrir Ingibjörgu sem ætlar sér í atvinnumennsku Það var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli, segir Ingibjörg. 25. júlí 2017 15:35 Svona var blaðamannafundurinn með Frey, Ingibjörgu og Söru Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 25. júlí 2017 14:30 Sjúkrateymið gert kraftaverk í Hollandi Óvissa er með byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun. 25. júlí 2017 15:21 Frábært að þurfa ekki að þrífa upp eftir sig Ingibjörg Sigurðardóttir fékk blaðamenn á Evrópumótinu til að skella upp úr þegar hún var beðin um að lýsa því hvers hún ætti eftir að sakna að loknu Evrópumótinu. 25. júlí 2017 16:15 Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? 25. júlí 2017 19:00 Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira
Katrín á toppnum í fötuáskorun UEFA á EM Landsliðskonurnar Katrín Ásbjörnsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru fulltrúar íslenska landsliðsins í "Bucket challenge" UEFA meðal liðanna sextán sem taka þátt í EM kvenna í fótbolta í Hollandi. 25. júlí 2017 22:30
Stelpurnar spila í Kastalanum þar sem mávurinn var skotinn niður | Myndband Eitt frægasta atvik hollenskrar fótboltasögu átti sér stað á á velli Spörtu í Rotterdam. 25. júlí 2017 14:00
Athyglin verið áskorun fyrir Ingibjörgu sem ætlar sér í atvinnumennsku Það var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli, segir Ingibjörg. 25. júlí 2017 15:35
Svona var blaðamannafundurinn með Frey, Ingibjörgu og Söru Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 25. júlí 2017 14:30
Sjúkrateymið gert kraftaverk í Hollandi Óvissa er með byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Austurríki á morgun. 25. júlí 2017 15:21
Frábært að þurfa ekki að þrífa upp eftir sig Ingibjörg Sigurðardóttir fékk blaðamenn á Evrópumótinu til að skella upp úr þegar hún var beðin um að lýsa því hvers hún ætti eftir að sakna að loknu Evrópumótinu. 25. júlí 2017 16:15
Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? 25. júlí 2017 19:00