Fótbolti

KSÍ hefði fengið 62 milljóna bónus hefðu stelpurnar okkar komist áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss.
Fanndís Friðriksdóttir fagnar hér marki sínu á móti Sviss. Vísir/Getty
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta kveður Evrópumótið í kvöld þegar stelpurnar okkar mæta Austurríki í lokaleik sínum í riðlinum.

Eftir töp í fyrstu tveimur leikjum sínum og óhagstæð úrslit í öðrum leikjum í riðlinum er ljóst að ekkert sem gerist í kvöld breytir því að íslensku stelpurnar eru úr leik.

Hefðu íslensku stelpurnar komist áfram í sextán liða úrslitin þá hefði Knattspyrnusamband Íslands fengið 500 þúsund evrur eða 62 milljónir króna. Sænska blaðið Expressen fer yfir þetta í kvöld í tengslum við sitt landslið sem komst í átta liða úrslitin.

UEFA hefur hækkað bónusgreiðslur og verðlaunafé verulega frá því á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum þegar íslensku stelpurnar komust í átta liða úrslitin. UEFA mun borga tæplega einn milljarð í bónusgreiðslur og verðlaunafé á EM í Hollandi.

Íslensku stelpurnar tryggðu KSÍ 36 milljónir með því að komast í úrslitakeppnina en hefðu getað hækkað þá upphafi verulega með betri árangri á þessu Evrópumóti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×